„Rauðir í framan af reiði“

Fjármálaeftirlitið
Fjármálaeftirlitið mbl.is/Eyþór

Fjármálaeftirlitið var alltof fámenn stofnun, starfsmannaveltan var mikil og starfsmönnum fjölgaði ekki samhliða aukinni ábyrgð og nýjum verkefnum, að sögn fyrrverandi sérfræðings hjá FME. Starfsmönnum FME var mætt af fullri hörku í bönkunum.

„Ég man eftir fundum þar sem maður sat við langborð í stórum fundarherbergjum og á móti manni var þéttskipaður hópur af lögfræðingum og yfirmönnum bankans, allir rauðir í framan af reiði vegna afskiptasemi Fjármálaeftirlitsins,“ segir Elín Jónsdóttir, sem var lögfræðingur á verðbréfasviði FME í fjögur ár. Sérfræðingar bankanna beittu jafnan af fullum þunga reglum stjórnsýslulaga í tilvikum þar sem þær áttu ekkert sérstaklega vel við. „Valdajafnvægið er allt annað en það sem haft var í huga þegar reglurnar voru settar, enda stjórnsýslureglunum ætlað að vernda einstaklingana gagnvart stjórnvöldum,“ segir Elín.

Fyrir nokkrum árum hafi laun starfsmanna FME verið samkeppnishæf, en síðan hafi ekki reynst unnt að keppa við bankana. Því hafi ekki tekist að halda lykilstarfsmönnum. Elín segir að eftir á að hyggja hefði átt að vera hægðarleikur að láta eftirlitsgjaldið, sem bankarnir greiða, fylgja vexti í fjármálageiranum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert