34 greindir með nórósýkingar

Þorkell Þorkelsson

Þrjátíu og fjórir einstaklingur, börn og fullorðnir, greindust með nóróveirusýkingu í desember en þrír einstaklingar með sýkingu af völdum astróveira. Nóróveirusýkingar eru því enn algengar í samfélaginu, að því er fram kemur í Farsóttarfréttum landlæknisembættisins.

Flestir læknar, þrír skurðlæknar og einn lyflæknir, á Sjúkrahúsi Suðurnesja eru með iðrasýkingu af völdum nóróveiru. Af þeim sökum er sjúkrahúsið nú að mestu lokað og í sóttkví.

Ákveðið var í gær, að lyf- og handlækningadeildin, aðaldeild sjúkrahússins, yrði lokuð í þrjá sólarhringa meðan reynt verður að ráða niðurlögum sýkingarinnar og gilda mjög strangar reglur um umgengni á sjúkrahúsinu.

Sigurður Þór Sigurðarson, framkvæmdastjóri lækninga á Sjúkrahúsi Suðurnesja, segir, að sýkingin gangi yfirleitt yfir á tveimur eða þremur dögum hjá heilbrigðu fólki og hafi ekki nein eftirköst.

Það var í nóvember, sem sóttvarnalækni barst tilkynning um alvarlegan nóróveikifaraldur á sjúkrahúsi á Austurlandi en á síðustu árum hefur hann skotið upp kollinum æ oftar og sett sitt mark á starfsemi margra deilda sjúkrahúsa og öldrunarstofnana. Má þar nefna að í síðustu viku voru fimm sjúklingar settir í einangrun á Sjúkrahúsinu á Akureyri eftir að hafa verið greindir með nóróveiru.

Iðrasýking af völdum nóróveiru er afar smitandi og getur sýkingin varað lengur en ella hjá öldruðu fólki og langveiku og oft gengið mjög nærri því.

Til að hefta útbreiðslu sýkingarinnar er nauðsynlegt að grípa til óþægilegra og kostnaðarsamra aðgerða. Til dæmis þarf að einangra smitað fólk og gæta alveg sérstaklega að handþvotti, oft með spritti, og öðru hreinlæti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert