Afgreiðsla á stjórnsýslukæru tók of langan tíma

Hverasvæðið á Þeistareykjum.
Hverasvæðið á Þeistareykjum. mbl.is/Birkir

Umboðsmaður Alþingis segir, að afgreiðsla umhverfisráðuneytisins á stjórnsýslukæru vegna umsagnar Skipulagsstofnunar um rannsóknaboranir á Þeistareykjum hefði farið langt framyfir lögbundinn frest. Beinir umboðsmaður því til ráðuneytisins að það komi skipulagi hjá sér í það horf að úrskurðir í kærumálum verði kveðnir upp innan lögmælts frests.

Umrædd stjórnsýslukæra barst ráðuneytinu 9. júlí 2007 og lágu úrskurðir ráðuneytisins fyrir hinn 15. maí 2008. Lögbundinn afgreiðslufrestur er 2 mánuðir.

Umboðsmaður taldi  að ráðuneytinu hefði borið að tryggja að það drægist ekki úr hófi fram að senda ítrekanir til umsagnaraðila þegar það lá fyrir að umsagnir þeirra höfðu ekki borist á umbeðnum tíma. Taldi umboðsmaður að ráðuneytið hefði ekki gætt nægilega að því að haga umsagnarferli málsins með þeim hætti að lögbundinn afgreiðslufrestur yrði haldinn.

Umboðsmaður segir að talsverður dráttur hafi einnig orðið á því að ráðuneytið kvæði upp úrskurði um mat á umhverfisáhrifum vegna kæra sem borist hefðu ráðuneytinu á tímabilinu 1. ágúst 2007 til 1. maí 2008 umfram hinn lögbundna frest. Í engu þessara mála hafi ráðuneytinu tekist að kveða upp úrskurð innan tveggja mánaða frá því að kærufrestur rann út.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert