Hafnfirskir sjálfstæðismenn undrast ákvörðun um St. Jósefsspítala

St. Jósefsspítali.
St. Jósefsspítali.

Landsmálafélagið Fram, sem er félag í Sjálfstæðisflokknum í Hafnarfirði, hefur sent frá sér alyktun þar sem hörmuð  er sú ákvörðun sem tilkynnt var í gær um lokun St. Jósefsspítala í núverandi mynd.

„Í stað lokunar væri eðlilegt að gefa þeim sem standa að rekstri spítalans í samráði við bæjaryfirvöld í Hafnarfirði, tækifæri til að koma með tillögur um hvernig ná megi markmiðum ráðuneytisins um sparnað.

Spítalinn hefur í 80 ár gegnt mikilvægu hlutverki í bæjarfélaginu. Í ljósi þess alvarlega ástands sem nú ríkir í Hafnarfirði bæði fjárhagslega og í atvinnumálum, þá er þetta á engan hátt bæjarfélaginu til framdráttar. Það er ábyrgðarhluti að umturna aðstæðum allra þeirra sem að stofnuninni standa á þessum óvissutímum.

Félagið skorar á heilbrigðisráðherra, Guðlaug Þór Þórðarson og formann fjárlaganefndar, Gunnar Svavarsson að endurskoða fyrri ákvörðun," segir í ályktuninni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert