Langur fundur með ráðherra

Hátt í 100 borgarar voru fyrir utan Sólvang og tóku …
Hátt í 100 borgarar voru fyrir utan Sólvang og tóku á móti Guðlaugi Þór. mbl.is/Kristinn

Fundur Guðlaugs Þórs Þórðarsonar heilbrigðisráðherra með starfsfólki St. Jósefsspítala stóð fram undir miðnættið, en hann hófst klukkan 21.

Árni Sverrisson, forstjóri spítalans, segir fundinn hafa farið vel fram en ráðherra hafi þó fengið að heyra mjög skýrt álit fólks, það hafi tjáð sig mjög sterkt og undirstrikað hversu mikið því er niðri fyrir vegna þeirrar ákvörðunar að gerbreyta starfseminni. Guðlaugur Þór fór yfir þær aðgerðir og breytingar sem framundan eru í heilbrigðiskerfinu, en Árni sagði þó að í raun hafi fátt nýtt komið fram.

Vel var mætt á fundinn, sem var lokaður öðrum en starfsfólki og ráðherra. Um hundrað manns söfnuðust saman fyrir utan Sólvang til að sýna samstöðu í verki. Sagðist fólk ósátt þar sem heilbrigðisþjónusta yrði nú fjarlægari, fólk missti vinnuna og auk þess væri stór hluti tækjabúnaðar í spítalanum þangað gefinn af hafnfirskum félagasamtökum, enda væri spítalinn rótgróin hafnfirsk stofnun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert