Væntu of mikils af dómsmáli

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir að reistar hafi verið of miklar væntingar um að hægt yrði að höfða mál gegn Bretum fyrir að beita hryðjuverkalögum  á Landsbankann. Hún telji þó sjálf, að sá gerningur hafi fyrst og fremst verið pólitísk árás. Breskir og íslenskir lögfræðingar hafi komist að þeirri niðurstöðu að bresk stjórnvöld hefðu mjög víðtækar heimildir til að beita þessum lögum og hverfandi líkur væru á því að slíkt mál gæti unnist fyrir breskum dómstólum.

Íslensk stjórnvöld hafi þurft að horfast í augu við þetta til að fara ekki að verja 200 milljónum króna í vonlausa málsókn. Ingibjörg Sólrún spyr hver staða þjóðarinnar væri að loknu slíku dómsmáli og hvert væri orðspor hennar?  ,,Hvað hefði fólk sagt um stjórnvöld sem legðu upp í slíka vegferð, hafandi fyrir framan sig alit frá virtum breskum lögfræðingum og Íslenskum um að málið hefði verið vonlaust frá upphafi."

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert