Tilboð Haga gerði ráð fyrir staðgreiðslu

Helgi Jóhannesson, skiptastjóri þrotabús BT, kveðst ekkert geta fullyrt um eðli afskipta Tryggva Jónssonar, þáverandi starfsmanns Landsbankans og fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs, af kaupum Haga á búinu.

Tilboð Haga lá fyrir þegar Helgi kom að málinu, en hann kveðst hafa beitt eigin tengslum til að kalla fram tilboð frá fleiri fjárfestum. Fram kom í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins í gær að Tryggvi hefði haft bein afskipti af sölu á tveimur fyrirtækjum til félaga tengdra Baugi þegar hann starfaði í Landsbankanum, þvert á fyrri yfirlýsingar um það efni við fjölmiðla. Nokkur tilboð bárust í þrotabú BT að sögn Helga, en tvö þeirra komu til nánari skoðunar. Tilboð frá Högum og Torp Trading ehf.

Það sem skildi þessi tvö frá öðrum var að þau gerðu ráð fyrir yfirtöku á ráðningarsamningum, og það var þrotabúinu hagstætt. Það sem aftur gerði útslagið þeirra á milli var að Hagar vildu staðgreiða. Tilboð Torp Trading gerði hins vegar ráð fyrir greiðslufresti. Hlutverk Helga hefði verið að fá mikið fyrir búið og að fá það eins hratt og hægt var.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert