Ekki ágreiningur í ríkisstjórn

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Geir H. Haarde á Alþingi.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Geir H. Haarde á Alþingi. mbl.is/Ómar

Ekki er ágreiningur er um viðbrögð ríkisstjórnarinnar vegna hernaðaraðgerða Ísraela, skv. yfirlýsingu frá utanríkisráðuneytingu og forsætisráðuneytinu. Utanríkisráðherra hefur gefið út yfirlýsingar fyrir hönd ríkisstjórnarinnar þar sem aðgerðir Ísraela eru fordæmdar.

„Þetta er hlutverk utanríkisráðherra að íslenskri stjórnskipun, starfshefð ríkisstjórnar og samkvæmt venjum í alþjóðasamkskiptum. Á sama hátt fluttu fulltrúar Íslands ræðu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í New York og í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í Genf á Fimmtudag og á föstudag um málið. Allar yfirlýsingarnar eru samræmdar og fylgja utanríkisstefnu Íslands, segir í yfirlýsingunni.

„Enginn ágreiningur er um málið í ríkisstjón og hafa öll helsatu skref í nýrri stefnumótun um mið-Austurlönd sem hófst 2007 á grundvelli stjórnarsáttmálans verið kynnt þar samkvæmt starfsvenjum.“


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert