Til umræðu að fækka útgáfudögum Fréttablaðsins

Fréttablaðið
Fréttablaðið mbl.is/Arnaldur

Til umræðu er að fækka útgáfudögum Fréttablaðsins og hætta útgáfu á sunnudögum. Steinunn Stefánsdóttir, aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins, staðfesti það í samtali við mbl.is. Hún lagði áherslu á að engin endanleg ákvörðun hafi verið tekin

Á fréttavefnum dv.is er því haldið fram að stjórnendur 365 hafi ákveðið að hætta útgáfu Fréttablaðsins á sunnudögum. Steinunn gat ekki staðfest frétt dv.is þegar eftir því var leitað. „Ég get sagt að það er til umræðu,“ sagði Steinunn. Hún vildi auk þess ekki tjá sig um hvort verið væri að ræða fleiri tillögur

Ekki náðist í Ara Edwald, forstjóra 365, við vinnslu fréttarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert