Guðlaugur kemur af fjöllum

Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, segist ekki hafa talað við Sigurbjörgu Sigurgeirsdóttur, stjórnsýslufræðing, í marga mánuði. Hún sagðist á borgarafundi í Háskólabíói gær hafa fengið boð frá ónefndum ráðherra um hún ætti að tala varlega á fundinum.

Sigurbjörg var ráðgjafi í heilbrigðisráðuneytinu  þegar Sjúkratryggingastofnun var sett á laggirnar og sótti um starf forstjóra. Steingrímur Ari Arason var hinsvegar ráðinn og gagnrýndi Sigurbjörg ráðherrann fyrir ófagleg vinnubrögð og afskiptasemi af ferlinu.

Guðlaugur Þór segist ekki hafa talað við Sigurbjörgu í marga mánuði og ekki haft hugmynd um að þessi hún ætti að tala á borgarafundi en auðvitað eigi hún rétt á því. Hann segist hafa kappkostað að auglýsa störf og velja faglega stjórnendur og hafni því alfarið að það sé ekki unnið faglega í heilbrigðisráðuneytinu 

Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir sagðist í morgun hafa fengið um þetta skilaboð en ekki rætt við sjálfan ráðherrann sem hún segist enn ekki ætla að nefna með nafni. Hún ætli ekki að tala um þetta frekar en svona eigi ráðherrar ekki að haga sér.

  
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert