Styrkja ætti en sundra ei

St. Jósefsspítali.
St. Jósefsspítali. mbl.is/Árni Sæberg

Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar á heilsugæslustöðvum Hafnarfjarðar og Garðabæjar hvetja heilbrigðisráðherra til að endurskoða ákvörðun sína um fyrirhugaðar breytingar á starfsemi St. Jósefsspítala. Í ályktun frá þeim segir að frekar eigi að styrkja þjónustu spítalans í stað þess að sundra henni.

„Sú þjónusta sem spítalinn hefur veitt íbúum Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Álftaness í áratugi er ómissandi þáttur í heilbrigðisþjónustu svæðisins. Skjólstæðingar heilsugæslunnar hafa getað sótt þangað sérfræðiþjónustu með skjótum, skilvirkum og hagkvæmum hætti,“ segir í ályktuninni.

Í ályktuninni segir að fyrirhugaðar breytingar verði til að hrófla við þeirri samfelldu og skilvirku nærþjónustu sem nú er til staðar fyrir skjólstæðinga heilsugæslunnar. „Þeir þurfa því að leita í dýrari úrræði á verkefnahlaðið og yfirfullt hátæknisjúkrahús.“


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert