Tóku ekki stöðu gegn krónunni

Stoðir
Stoðir mbl.is/Golli

Umfang gjaldmiðlasamninga Stoða á síðasta ári var óverulegt miðað við umsvif félagsins. Samningarnir miðuðu eingöngu að því að verja eigið fé gegn gengisáhættu og tóku Stoðir ekki stöðu gegn íslensku krónunni. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu.

„Vegna umræðu í fjölmiðlum síðastliðna daga um að stærstu eigendur bankanna hafi tekið stöðu gegn krónunni, vilja Stoðir taka fram að umfang gjaldmiðlasamninga félagins á síðastliðnu ári var óverulegt miðað við umsvif. Samningarnir miðuðu eingöngu að því að verja eigið fé gegn gengisáhættu. Þegar Stoðir fóru í greiðslustöðvun 29. september 2008 var nettó staða gjaldmiðlasamninga félagsins neikvæð um 18,4 milljónir króna.  Stoðir tóku því ekki stöðu gegn íslensku krónunni,“ segir í yfirlýsingunni.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert