Fordæma lokun St. Jósefsspítala

Innsýn, fagdeild hjúkrunarfræðinga starfandi við lungna- og meltingafærarannsóknir, fordæmir harðlega ákvörðun heilbrigðisráðherra Guðlaugs Þórs Þórðarsonar um fyrirhugaða lokun meltingarsjúkdómadeildar St. Jósefsspítala Sólvangs og flutning til LSH.

Í yfirlýsingu hjúkrunarfræðinganna segir að á meltingarsjúkdómadeild St. Jósefsspítala Sólvangs starfi öflug teymi hjúkrunarfræðinga og lækna sem framkvæmi fjölmargar sérhæfðar rannsóknir, margar þeirra séu ekki framkvæmdar annars staðar á landinu. Þá segir að erfitt sé að koma auga á hagræðingu eða sparnað með fyrirhugaðri aðgerð og ekkert í tillögum ráðherra rökstyðji þann sparnað.

„Augljóst er að hagsmunir sjúklinga eru ekki hafðir að leiðarljósi.
Fagdeildin lýsir jafnframt furðu sinni á að ekkert  samráð var haft við fagaðila speglanadeilda, hvorki á St. Jósefsspítala Sólvangi né á LSH þegar þessar ákvarðanir voru teknar,“ segir í yfirlýsingu Innsýnar, fagdeildar hjúkrunarfræðinga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert