Ráðlegging eða boð?

Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir.
Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir.

„Fyrir mér er þetta ekki lengur til umræðu á opinberum vettvangi,“ segir Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur, og vísar þar til umræðunnar sem orðið hefur í framhaldi af ummælum hennar á opnum borgarafundi í Háskólabíói sl. mánudag þar sem hún sagðist hafa fengið skilaboð frá ónefndum ráðherra um að hún ætti að tala varlega á fundinum.

Í samtali við Morgunblaðið bendir Sigurbjörg á að hún hafi með vilja ekki nafngreint umræddan ráðherra þar sem fyrir henni hafi aðeins vakað að koma almennum skilaboðum á framfæri, en ekki persónulegum, um hvað hefði áhrif á það hvort og hvernig fólk tjáði sig á opinberum vettvangi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert