Stofnfundur Samtaka heimilanna

Frá fundinum í kvöld.
Frá fundinum í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Stofnfundur Samtakanna heimilanna fór fram í Háskólanum í Reykjavík nú í kvöld. Meginhlutverk samtakanna er að vera málsvari og talsmaður heimilanna í landinu með því að standa vörð um hagsmuni þeirra og knýja á um mótvægisaðgerðir fyrir heimilin í landinu.

Fram kemur í tilkynningu að fjöldi manns hafi komið að undirbúningsvinnu í vinnuhópum við mótun hlutverks og markmiða samtakanna.

„Í megindráttum er markmið samtakanna tvíþætt. Í fyrsta lagi að beita sér fyrir breytingum á lögum, og þ.m.t. á lögum um aðför eða svo kölluðum gjaldþrotalögum, sem og öðrum lögum sem talin verður knýjandi þörf á að breyta í þeim tilgangi að verja heimilin. Í öðru lagi er markmiðið að vinna að því að þrýsta á stjórnvöld um almennar aðgerðir til að leiðrétta stöðu íbúðalána heimilanna þannig að fjölskyldurnar í landinu sjái sér fært að búa hér og taka þátt í uppbyggingu nýja Íslands,“ segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert