Útskrift úr framhaldsnámi Stóriðjuskóla ISAL

Ellefu nemendur voru í dag útskrifaðir úr framhaldsnámi Stóriðjuskóla ISAL og er það í annað sinn sem útskrifað er úr framhaldsnáminu. Hópurinn sem útskrifaðist í dag hóf nám haustið 2007.

Stóriðjuskólinn hefur verið starfræktur við álverið í Straumsvík í hart nær ellefu ár en framhaldsnámið hóf göngu sína haustið 2004 og var fyrsti hópurinn útskrifaður í febrúar 2006.

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra var viðstaddur athöfnina og ávarpaði gesti.

Framhaldsnámið stendur þeim starfsmönnum til boða sem hafa iðnmenntun eða hafa lokið grunnnámi í Stóriðjuskólanum

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert