Fréttaskýring: Brostnar væntingar í Landhelgisgæslunni

Varðskip Landhelgisgæslunnar á siglingu í hafís.
Varðskip Landhelgisgæslunnar á siglingu í hafís.

Íslendingar þekkja vel af eigin raun hve litlu getur oft munað í baráttunni við óblíð náttúruöfl. Því fer um marga þegar fregnir heyrast af samdrætti og meiri samdrætti hjá Landhelgisgæslunni. Greint hefur verið frá því að fyrirhugað sé að segja upp 20-30 manns af þeim 160 sem þar starfa og því ljóst að breytingar á rekstrinum eru óhjákvæmilegar í framhaldinu.

„Það liggur í hlutarins eðli að það verður skerðing á björgunargetu Landhelgisgæslunnar, en markmið okkar er að vernda þá starfsemi sem kemur beint að björgun mannslífa,“ segir Georg Lárusson, forstjóri LHG. „Við erum til taks,“ segja kjörorð Gæslunnar og hingað til hafa landsmenn reitt sig á hana sem eftirlits- og öryggisstofnun en spyrja sig nú margir hvort áfram sé mögulegt að standa undir gæðamerkjum starfsins þegar efnahagsástandið bitnar svo illa á rekstrinum.

Framtíðarsýnin sett á ís

Strax í haust dró töluvert úr umsvifum Gæslunnar vegna aukins kostnaðar í kjölfar gengishruns. M.a. hafa varðskipin Ægir og Týr legið í auknum mæli við bryggju það sem af er vetri vegna óhagstæðs eldsneytisverðs, en alls nam aukakostnaður vegna hækkana á olíu um 120-130 milljónum á síðasta ári. Að sögn Georgs stendur ekki til að leggja öðru hvoru skipinu alfarið, bæði verða þau gerð út en þó mun minna en áættlað var.
Sama gildir um þyrlurnar þrjár og flugvélina Sýn. Frá hausti hafa flugtímar Gæslunnar miðast við það eitt að viðhalda lágmarksþjálfun flugmanna svo áhafnir haldi réttindum sínum og verður þeirri stefnu haldið áfram m.v. rekstraráætlun ársins 2009. Samkvæmt fjárlögum er LHG úthlutað um 2,7 milljörðum króna, sem er ögn meira en í fyrra.

Það er því miður útséð um að þær glæstu fyrirætlanir um byltingu í Landhelgisgæslunni sem kynntar voru síðastliðið vor verði að veruleika á næstunni. Þar var m.a. stefnt að því að viðbragðstími þyrluáhafna yrði styttur úr 30 mínútum í 15 mínútur og að árið 2009 yrðu ávallt tvö varðskip á sjó í einu. Það myndi m.a. auka flugþol þyrlnanna en þýddi jafnframt að fjölga þyrfti í áhöfnum um 33%. Slíkar viðbætur virðast ekki í augsýn nú.

Á hinn bóginn hefur ekki verið horfið frá áætlunum um endurnýjaðan tækjakost LHG, enda var í fyrra skrifað undir bindandi samninga, annars vegar um kaup á sérútbúinni eftirlitsflugvél en hinsvegar um smíði á nýju varðskipi í Chile.

Hvort tveggja er aðkallandi þar sem Týr, Ægir og Sýn eru öll komin vel á aldur. Óvíst er hinsvegar um afhendingartíma þeirra, vonast er til að flugvélin komi til landsins í ár en tafir hafa orðið á skipasmíðinni sem lýkur ekki fyrr en í fyrsta lagi 2010.

Starfsfólkið mestu verðmætin

Þrátt fyrir þetta bakslag segir Georg að áætlun síðasta árs sé alls ekki fallin úr gildi, en þeim metnaðarfullu markmiðum sem þar voru sett fram verði ekki framfylgt eins og er. Mikilvægast sé að geta haldið hæfu fólki þar til birtir upp. „Verðmæti Landhelgisgæslunnar liggja í starfsfólkinu, það er það sem skiptir máli. Við höfum á að skipa þrautþjálfuðu úrvalsfólki og það er eignirnar sem þjóðin getur reitt sig á.“

Ábyrgð á hafi úti 

Auk öryggisgæslu á hafinu umhverfis landið eru Íslendingar ábyrgir fyrir gríðarstóru leitar- og björgunarsvæði í N-Atlantshafi. Landhelgisgæslan fer með yfirstjórn aðgerða á þessum alþjóðlegu hafsvæðum, sem alls spanna um 1,8 milljóna km² svæði.

Hlýnun loftslags hefur gert það að verkum að bæði skemmtiferða- og olíuflutningaskip nota í auknum mæli siglingaleiðir við Ísland.

Ábyrgð Gæslunnar ef sjóslys verða er því aukin. Nú þegar eru að jafnaði um 300 íslensk skip í lögsögunni á degi hverjum, en stundum allt upp í 800. Í hinni metnaðarfullu landhelgisgæsluáætlun fyrir árin 2008-2010 sem kynnt var í fyrra var markmiðið að auka öryggisgæslu á hafinu þannig að öll skip sem sigla um lögsöguna verði vör við gæslu, en það mun ekki rætast á næstunni.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Eldur í ruslagámi á Seltjarnarnesi

Í gær, 21:54 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á tíunda tímanum í kvöld eftir að tilkynnt var um eld í ruslagámi á Seltjarnarnesi. Meira »

Drógu vin sinn upp úr tjörninni

Í gær, 21:45 Lögreglan á Suðurnesjum varar við ótraustum ís á tjörnunum í Reykjanesbæ. Birti lögreglan í dag á Facebook-síðu sinni frásögn af 11 ára dreng sem datt ofan eina af tjörnunum, eftir að skilaboð bárust frá áhyggjufullu foreldri í bænum. Meira »

Samningar náðust ekki í kvöld

Í gær, 21:30 Fundi Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins, vegna flugvirkja hjá Icelandair, lauk í kvöld án þess að samningar næðust. Gunnar R. Jónsson, formaður samninganefndar flugvirkja, sagði þó einhverjar þreifingar vera í gangi á milli manna þegar mbl.is ræddi við hann á tíunda tímanum í kvöld. Meira »

Níræð hjón gætu tapað draumasiglingunni

Í gær, 21:08 „Það er töluverður fjöldi sem hefur verið að hafa samband, enda vorum við að upplýsa alla okkar farþega um stöðuna í dag, um yfirvofandi verkfall,“ segir Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir, forstöðumaður notenda- og þjónustuupplifunar hjá Icelandair. Meira »

Enginn fékk milljarðana 2,6

Í gær, 20:56 Fyrsti vinn­ing­ur í Eurojackpot gekk ekki út í kvöld en rúm­lega 2,6 millj­arðar króna voru í pott­in­um. Annar vinningur gekk heldur ekki út að þessu sinni, en hann hljóðaði upp á tæpar 170 milljónir króna. Meira »

„Góður fjölskyldufagnaður“

Í gær, 20:47 Senn líður að besta eða versta tíma ársins í matargerð á Íslandi, eftir því hver á í hlut, en það er Þorláksmessan. Þá er gjarnan tekið forskot á jólahátíðina og slegið upp veislu þar sem kæst skata og tindabikkja er borin á borð. Meira »

Þöggun beitt gegn starfsfólki spítalans

Í gær, 20:28 Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, sagði í umræðu um fjárlagafrumvarpið í dag að þöggun væri beitt gegn starfsfólki Landspítalans. Hann sagði að starfsfólk mætti ekki tjá sig um nýjan Landspítala á nýjum stað. Gunnar sagði þetta hafa komið fram á fundi um spítalann sem haldinn var í Norræna húsinu í kosningabaráttunni. Meira »

„Svo fylgdi Hofsjökull með í pakkanum“

Í gær, 20:44 Guðni A. Jóhannesson Orkumálastjóri leggur til að aðgengi að fjölsóttum og viðkvæmum ferðamannastöðum verði takmarkað við lestarsamgöngur í jólaerindi sínu til starfsmanna. Hann telur heldur ekki nægar hömlur settar á notkun díselbílar og skammast yfir notkun þeirra í íslenskri náttúru. Meira »

Fyrstu umræðu um fjárlög lokið

Í gær, 20:18 Fyrstu umræðu um fjármálafrumvarpið er lokið á Alþingi, en henni lauk klukkan rétt rúmlega átta í kvöld. Frumvarpið gengur nú til fjárlaganefndar og annarrar umræðu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tók til máls við lok umræðunnar og sagði að honum hefði þótt málefnalega farið yfir frumvarpið. Meira »

U-beygja um samning sjúkrabíla

Í gær, 20:00 „Fyrir rúmu ári síðan var nýr samningur í lokayfirlestri en þá kom u-beygja frá velferðarráðuneytinu um að bílarnir skyldu vera í eigu ríkisins. Þeir eru og hafa verið í eigu sjúkrabílasjóðs Rauða krossins. Staðan er sú að ekki er komin lausn í það mál.“ Þetta segir starfsmaður Sjúkratrygginga Íslands. Meira »

Ákvað að hafa ást frekar en reiði

Í gær, 19:15 „Ég held að almættið hafi komið því svo fyrir að við mamma vorum mikið saman þrjá síðustu dagana í lífi hennar. Þannig fannst mér mamma vera að segja „Ég elska þig“, en samband okkar mömmu í gegnum tíðina var stundum erfitt. Meira »

Samkennari beið á nærbuxum uppi í rúmi

Í gær, 18:57 „Í starfsmannaferð erlendis var veskistöskunni stolið, seint um árshátíðarkvöld. Ég fæ lobbystrákinn til að fylgja mér og opna fyrir mér þar sem lyklarnir voru í veskinu. Þar bíður samkennari á nærbuxunum, uppi í rúmi, án sængur, hvítvín bíðandi á borðinu.“ Meira »

Enn vanti nokkuð upp á

Í gær, 18:38 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir ljóst að þrátt fyrir stuttan tíma hafi nýjum ráðherra heilbrigðismála tekist að setja mark sitt á fjárlagafrumvarpið sem lagt var fram á Alþingi í gær. Meira »

Nýr vígslubiskup kosinn í mars

Í gær, 17:19 Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefur ákveðið að endurtaka tilnefningu til vígslubiskups í Skálholti í febrúar og að kosið verði á ný í mars á næsta ári. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá þjóðkirkjunni. Meira »

Forstjóra Landspítala misboðið

Í gær, 16:37 Í nýjum pistli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans, segir hann ofbeldi gagnvart konum ólíðandi ósóma og smánarblett. Hann segir alls ekki koma á óvart að slíkt hafi viðgengist í heilbrigðisþjónustunni, enda sé þar samfélag líkt og á öðrum vinnustöðum. Meira »

Bíða með ákvörðun um kostamat

Í gær, 17:23 Hreppsnefnd Árneshrepps ákvað á fundi sínum í dag að fresta því að taka ákvörðun um hvort ráðist verði í kostamat á virkjun innan sveitarfélagsins annars vegar og stofnun þjóðgarðs eða verndarsvæðis hins vegar. Meira »

Elliði vill leiða áfram í Eyjum

Í gær, 16:55 Elliði Vigfússon, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, tilkynnti í dag á vef sínum Ellidi.is að hann gefi áfram kost á sér til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Eyjum. „Undanfarið hef ég eytt talsverðum tíma í að líta yfir farinn veg og hugsa um framtíðina,“ segir Elliði á vef sínum. Meira »

Komst upp með að nauðga nemanda

Í gær, 16:13 „Ég starfaði einu sinni við framhaldsskóla þar sem kennari nauðgaði nemanda, utan skólatíma. Skólastjóra var gert viðvart en kennarinn var ekki kærður fyrir verknaðinn.“ Svona hefst frásögn konu innan menntageirans sem greinir frá því að samstarfsmaður hennar hafi komist upp með að nauðga nemanda. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar saumavélar í úrvali með 3 ára ábyrgð. Notaðar saumavélar af ýmsum tegundum...
MAZDA 3 - Ný skoðaður - Ekinn aðeins 74 þús.
Til sölu MAZDA 3 árg. 2004. Sjálfskiptur. Ekinn aðeins 74 þúsund km. Bíllinn lít...
JEMA Flottar lyftur i bílskúrinn og víðar.
Eigum nokkrar af þessum 1 metra lyftum 2,8 tonna, sama verð 235.000+vsk , meðfæ...
 
Tilboð óskast skólavegi
Húsnæði í boði
TILBOÐ ÓSKAST í húseignina Skólaveg 3 ...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, gön...
Onrs- 2017- 19 ræstingaþjónusta
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunna...
L helgafell 6017121319 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017121319 VI Mynd af au...