Fréttaskýring: Brostnar væntingar í Landhelgisgæslunni

Varðskip Landhelgisgæslunnar á siglingu í hafís.
Varðskip Landhelgisgæslunnar á siglingu í hafís.

Íslendingar þekkja vel af eigin raun hve litlu getur oft munað í baráttunni við óblíð náttúruöfl. Því fer um marga þegar fregnir heyrast af samdrætti og meiri samdrætti hjá Landhelgisgæslunni. Greint hefur verið frá því að fyrirhugað sé að segja upp 20-30 manns af þeim 160 sem þar starfa og því ljóst að breytingar á rekstrinum eru óhjákvæmilegar í framhaldinu.

„Það liggur í hlutarins eðli að það verður skerðing á björgunargetu Landhelgisgæslunnar, en markmið okkar er að vernda þá starfsemi sem kemur beint að björgun mannslífa,“ segir Georg Lárusson, forstjóri LHG. „Við erum til taks,“ segja kjörorð Gæslunnar og hingað til hafa landsmenn reitt sig á hana sem eftirlits- og öryggisstofnun en spyrja sig nú margir hvort áfram sé mögulegt að standa undir gæðamerkjum starfsins þegar efnahagsástandið bitnar svo illa á rekstrinum.

Framtíðarsýnin sett á ís

Strax í haust dró töluvert úr umsvifum Gæslunnar vegna aukins kostnaðar í kjölfar gengishruns. M.a. hafa varðskipin Ægir og Týr legið í auknum mæli við bryggju það sem af er vetri vegna óhagstæðs eldsneytisverðs, en alls nam aukakostnaður vegna hækkana á olíu um 120-130 milljónum á síðasta ári. Að sögn Georgs stendur ekki til að leggja öðru hvoru skipinu alfarið, bæði verða þau gerð út en þó mun minna en áættlað var.
Sama gildir um þyrlurnar þrjár og flugvélina Sýn. Frá hausti hafa flugtímar Gæslunnar miðast við það eitt að viðhalda lágmarksþjálfun flugmanna svo áhafnir haldi réttindum sínum og verður þeirri stefnu haldið áfram m.v. rekstraráætlun ársins 2009. Samkvæmt fjárlögum er LHG úthlutað um 2,7 milljörðum króna, sem er ögn meira en í fyrra.

Það er því miður útséð um að þær glæstu fyrirætlanir um byltingu í Landhelgisgæslunni sem kynntar voru síðastliðið vor verði að veruleika á næstunni. Þar var m.a. stefnt að því að viðbragðstími þyrluáhafna yrði styttur úr 30 mínútum í 15 mínútur og að árið 2009 yrðu ávallt tvö varðskip á sjó í einu. Það myndi m.a. auka flugþol þyrlnanna en þýddi jafnframt að fjölga þyrfti í áhöfnum um 33%. Slíkar viðbætur virðast ekki í augsýn nú.

Á hinn bóginn hefur ekki verið horfið frá áætlunum um endurnýjaðan tækjakost LHG, enda var í fyrra skrifað undir bindandi samninga, annars vegar um kaup á sérútbúinni eftirlitsflugvél en hinsvegar um smíði á nýju varðskipi í Chile.

Hvort tveggja er aðkallandi þar sem Týr, Ægir og Sýn eru öll komin vel á aldur. Óvíst er hinsvegar um afhendingartíma þeirra, vonast er til að flugvélin komi til landsins í ár en tafir hafa orðið á skipasmíðinni sem lýkur ekki fyrr en í fyrsta lagi 2010.

Starfsfólkið mestu verðmætin

Þrátt fyrir þetta bakslag segir Georg að áætlun síðasta árs sé alls ekki fallin úr gildi, en þeim metnaðarfullu markmiðum sem þar voru sett fram verði ekki framfylgt eins og er. Mikilvægast sé að geta haldið hæfu fólki þar til birtir upp. „Verðmæti Landhelgisgæslunnar liggja í starfsfólkinu, það er það sem skiptir máli. Við höfum á að skipa þrautþjálfuðu úrvalsfólki og það er eignirnar sem þjóðin getur reitt sig á.“

Ábyrgð á hafi úti 

Auk öryggisgæslu á hafinu umhverfis landið eru Íslendingar ábyrgir fyrir gríðarstóru leitar- og björgunarsvæði í N-Atlantshafi. Landhelgisgæslan fer með yfirstjórn aðgerða á þessum alþjóðlegu hafsvæðum, sem alls spanna um 1,8 milljóna km² svæði.

Hlýnun loftslags hefur gert það að verkum að bæði skemmtiferða- og olíuflutningaskip nota í auknum mæli siglingaleiðir við Ísland.

Ábyrgð Gæslunnar ef sjóslys verða er því aukin. Nú þegar eru að jafnaði um 300 íslensk skip í lögsögunni á degi hverjum, en stundum allt upp í 800. Í hinni metnaðarfullu landhelgisgæsluáætlun fyrir árin 2008-2010 sem kynnt var í fyrra var markmiðið að auka öryggisgæslu á hafinu þannig að öll skip sem sigla um lögsöguna verði vör við gæslu, en það mun ekki rætast á næstunni.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ernir flýgur aftur á Sauðárkrók

13:27 Flugfélagið Ernir tilkynnti á Facebook-síðu sinni í gær að það ætli að hefja flug á ný milli Sauðárkróks og Reykjavíkur. „Fyrir áeggjan ýmissa aðila þá tókum við áskorun um að gera sex mánaða tilraun í vetur, segir Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernir. Meira »

Tveir milljarðar í „köld svæði“

12:58 Flugvélaeldsneyti á að kosta það sama um allt land til að tryggja að flugfélög geti flogið beint á flugvelli hvert sem er á landinu. Þetta var meðal þess sem Þorsteinn Víglundsson velferðarráðherra kynnti á kosningafundi Viðreisnar sem haldinn var í kosningamiðstöð flokksins undir yfirskriftinni Sýnum spilin. Meira »

Heilsuprótein vígir verksmiðju í Skagafirði

12:40 Mikil mannfjöldi mætti á opnun verksmiðju Heilsupróteins á Sauðarkróki í gær. Heilsuprótein er samstarfsverkefni Mjólk­ur­sam­sölunnar og Kaup­fé­lag Skag­f­irðinga, en fyrirtækinu er ætlað að fram­leiða verðmæt­ar afurðir úr mysu sem áður hef­ur verið fargað. Meira »

Viðreisn sýnir spilin

12:26 Meðalheimili gæti sparað um 150 þúsund krónur á mánuði ef vaxtaskilyrði og matvælaverð væri samanburðarhæft við það sem gerist á Norðurlöndum. Þetta kom fram í máli Þorsteins Víglundssonar velferðarráðherra á kosningafundi Viðreisnar sem haldinn var í dag undir yfirskriftinni Sýnum spilin. Meira »

Stóð á miðjum vegi er ekið var á hann

11:52 Ferðamaðurinn, sem lést er á hann var ekið á þjóðvegi 1 á Sólheimasandi í september í fyrra stóð á miðjum veginum og sneri baki í bílinn sem ekið var vestur Suðurlandsveg. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að maðurinn hafi ekki gætt að sér og verið dökkklæddur og án endurskinsmerkja. Meira »

Hótaði sjómönnum ekki lagasetningu

10:49 Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, spurði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, í þættinum Sprengisandi hvort rétt væri að hún hefði hótað að setja lög á sjómannaverkfallið aðfaranótt laugardagsins sem verkfallið leystist. Meira »

Lögbrot að aka aflmeiri bifhjólum á stígum

09:45 Séu breytingar gerðar á bifhjóli í flokki I þannig að afl þess og hámarkshraði fari upp fyrir 25 km/klst, þá færist það upp í þann flokk bifhjóla sem afl þess og mögulegur hámarkshraði tilheyrir og þá þarf m.a. ökuréttindi og viðeigandi tryggingar. Þetta segir Einar M. Magnússon hjá Samgöngustofu. Meira »

„Krónan búin að vera dýrt spaug“

10:25 „Forgangsmálið hjá okkur í þessum kosningum er krónan og þar nær maður strax til fólksins,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni nú í morgun. „Það er orðið langþreytt á henni.“ Meira »

„Ég greiddi frelsið með æskunni“

09:00 „Kannski hef ég misst svo mikið að ég er ekki hrædd við að missa lífið. Ég er 22 ára og þetta eru stór orð fyrir unga stúlku,“ segir hin norsk-íraski aðgerðasinninn Faten Mahdi Al-Hussaini. Hún kveðst ekki vera ekki höfuðslæðan sem hún ber, heldur góð stelpa, vel gefin, ljóshærð, skemmtileg og sterk. Meira »

Hvöss austanátt með kvöldinu

08:54 Hvessa fer af austri þegar líður á daginn. Þessu fylgir rigning eða súld á köflum sunnan- og austantil á landinu, en annars verður víða þurrt. Hiti að deginum 3 til 10 stig og sums staðar vægt frost inn til landsins í fyrstu og ættu vegfarendur að vera á varðbergi gagnvart hálku frameftir morgnum. Meira »

Vona að fólk fái hlýtt í hjartað

08:00 Nýir þættir Sigríðar Halldórsdóttur, Ævi, sem fjalla um mannsævina frá vöggu til grafar, hefja göngu sína á RÚV um helgina. „Þetta er risastórt umfjöllunarefni, ég veit ekki alveg hvers konar mikilmennskubrjálæði þetta er að taka fyrir lífið allt,“ segir Sigríður. Meira »

Hvaða flokkur speglar þínar skoðanir?

07:51 Ert þú óviss hvað þú eigir að kjósa, en veist að þú vilt þú sjá verðtrygg­ing­una fara veg allr­ar ver­ald­ar. Eða viltu kasta krón­unni? Kaupa áfengi í mat­vöru­versl­un­um? Hvernig ríma þær skoðanir þínar við af­stöðu stjórn­mála­flokk­anna? Meira »

Stakk af frá umferðaróhappi

07:20 Ökumaður stakk af frá umferðaróhappi á gatnamótum Miklubrautar og Lönguhlíðar á fjórða tímanum í nótt. Þá ók lögregla ók utan í bíl ökumanns sem neitaði að virða beiðni hennar um að stöðva bílinn. Meira »

Óvissa um framhaldið

Í gær, 21:33 Töluverður fjöldi fólks safnaðist saman á torgi heilags Jaume í miðborg Barcelona í kvöld til að hlýða á ávarp Carles Puigdemont, forseta katalónsku heimastjórnarinnar. Skapti Hallgrímsson segir óvissu um næstu skref, en djúp gjá sé milli Barcelonabúa. Meira »

Árekstur á Arnarneshæð

Í gær, 20:55 Árekstur varð á Arnarneshæðinni í Garðarbæ nú á níunda tímanum í kvöld þegar tveir fólksbílar skullu þar saman.  Meira »

Hækkuðu um 82% í verði

07:00 Reykjavíkurborg keypti í byrjun hausts 24 íbúðir á Grensásvegi 12 fyrir 785 milljónir króna. Seljandi keypti sama verkefni af fyrri eiganda í maí 2015 og var kaupverðið þá 432,5 milljónir. Meira »

Best að vera í sæmilegu jarðsambandi

Í gær, 21:00 Í bókinni Fjallið sem yppti öxlum - Maður og náttúra fléttar höfundur saman fróðleik, vísindi og persónulegar minningar. Gísli Pálsson mannfræðingur stígur inn í eigin bók sem „ég-ið“; barnið og unglingurinn Gísli frá Bólstað sem og fræðimaðurinn. Meira »

Gæfa að bjarga mannslífi

Í gær, 20:05 „Ég man ekkert eftir áfallinu né atburðarásinni, nema rétt í svip andlit þessara dásamlegu kvenna sem veittu mér fyrstu hjálp,“ segir Ásdís Styrmisdóttir á Selfossi. Það var í upphafi tíma í vatnsleikfimi í sundlauginni þar í bæ sem Ásdís fór í hjartastopp og leið út af við laugarbakka. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
Lagerhreinsun - stakar stærðir
LAGERHREINSUN stakar stærðir Kr. 3.900.- kr. 3.900.- Laugavegi 178 Sími 551 2070...
2ja daga ljósmyndanámskeið 23. + 24. okt
2ja DAGA LJÓSMYNDANÁMSKEIÐ 23. og 24. okt. 2ja daga byrjenda ljósmyndanámskei...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Fyrirtæki í reykjavík
Önnur störf
Fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
L helgafell 6017101819 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101819 IV/V Mynd af ...