Kjararáð getur ekki lækkað laun forsetans

Ólafur Ragnar Grímsson.
Ólafur Ragnar Grímsson. mbl.is/Ómar

Kjararáð hefur hafnað ósk Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, um að laun hans verði lækkuð  á sama hátt og laun forsætisráðherra og forseta Alþingis, handhafa forsetavalds. Segir Kjararáð að slík launalækkun sé óheimil samkvæmt stjórnarskrá.

Ráðið tók ekki afstöðu til þess hvort forsetinn gæti sjálfur afsalað sér hluta launa sinna, tímabundið eða varanlega, með tilkynningu til fjármálaráðherra.

Úrskurður kjararáðs

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert