Skúli Helgason: Krafa um breytingar á rétt á sér

Skúli Helgason, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar
Skúli Helgason, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar

Þjóðin hefur kallað eftir breytingum, á yfirstjórn Seðlabanka og Fjármálaeftirlits og á yfirstjórn stjórnmálakerfisins.  Sumir vilja ríkisstjórnina burt, margir vilja kosningar.  Það er mikilvægt að viðurkenna að þessi krafa á fullan rétt á sér.  Þetta skrifar framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar í leiðara á vef flokksins í kvöld. Hann telur að stokka þurfi upp innan Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins og gera breytingar á skipan ríkisstjórnarinnar og verkaskiptingu innan hennar.

Enginn hefur gengist við ábyrgð sinni með því að víkja

„Samfylkingin er í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum sem ásamt Framsóknarflokknum ber meginábyrgð á ásýnd og uppbyggingu samfélagsins á síðustu öld. 

Ríkisstjórn þessara tveggja flokka var mynduð í miðju góðæri en það eru hennar örlög að standa vaktina þegar heimskreppa skellur á þjóðinni, kreppa sem án efa er dýpri fyrir tilverknað stjórnvalda, bankastjórnenda,  og auðmanna í atvinnulífinu á undanförnum árum.  Þjóðin hefur kallað eftir breytingum, á yfirstjórn Seðlabanka og Fjármálaeftirlits og á yfirstjórn stjórnmálakerfisins.  Sumir vilja ríkisstjórnina burt, margir vilja kosningar.  Það er mikilvægt að viðurkenna að þessi krafa á fullan rétt á sér. 

Þjóðin hefur horft upp á kerfishrun, sem hefur afgerandi áhrif á hag heimila og fyrirtækja í landinu, en enginn hefur gengist við ábyrgð sinni með því að víkja úr vegi og rýma til fyrir nýjum einstaklingum sem geti hafið endurreisnarstarfið með hreint borð.  Stjórnmálamenningin í landinu er þrándur í götu, það tíðkast ekki að segja af sér hér á landi nema fyrir liggi lögbrot eða sannanir  um afglöp í starfi.  Og jafnvel þó ráðherrar brjóti lög hafa þeir komist upp með að sitja áfram eins og dæmin sanna.  Þetta er óeðlilegt ástand sem kallar á uppstokkun og endurmat.  Við eigum gott orð yfir þetta í íslensku, siðbót.  Siðbótar er þörf.  Það verða stjórnmálaflokkarnir að skynja ef þeir vilja ekki losna úr tengslum við þjóðina," skrifar Skúli.

Samfylkingin getur ekki vikist undan ábyrgð

Samfylkingunni er vandi á höndum, skrifar Skúli.  „Hún getur haldið því fram, með réttu að hún beri takmarkaða ábyrgð á bankahruninu, því hún sé nýkomin til valda og flestar ef ekki allar þær forsendur innanlands sem leiddu ásamt heimskreppunni til bankahrunsins,  hafi verið lagðar af fyrri ríkisstjórn.  Gott og vel.  Um það verður ekki felldur endanlegur dómur nú.  Það er meðal annars verkefni Rannsóknanefndar Alþingis að komast að hinu sanna í þessu efni.  En Samfylkingin getur ekki vikist undan þeirri ábyrgð að læra af reynslunni, og hún þarf að taka forystu við hreinsunarstarfið framundan."

Gera þarf nýjan sáttmála við þjóðina

Skúli telur að ríkisstjórnin þurfi að gera nýjan sáttmála við þjóðina.  Enginn vafi sé á því að hún hefur stjórnskipulega fullt leyfi til þess að sitja áfram út kjörtímabilið. Hins vegar hafi trúnaðurinn við þjóðina beðið hnekki og það útheimti verulegt átak að endurvinna traust þjóðarinnar. 

„Í fyrsta lagi þarf ríkisstjórnin að sýna fram á með áþreifanlegum hætti að hún skilji óánægju þjóðar sinnar, taki mark á henni og sé reiðubúin að bregðast við með breytingum sem um munar.  Þær þurfa að fela í sér uppstokkun innan Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins, breytingar á skipan ríkisstjórnarinnar, verkaskiptingu innan hennar, en líka siðbót, sem felur í sér meira gagnsæi og virðingu í verki fyrir pólitísku siðferði. 

Þar skiptir m.a. máli að samþykkja siðareglur er m.a. komi í veg fyrir óeðlileg hagsmunatengsl þingmanna og annarra ráðamanna við hagsmunaaðila, endurskoða þarf lög um ráðherraábyrgð og styrkja í verki þrígreiningu ríkisvaldsins. 

Þá þarf að gefa þjóðinni skýr fyrirheit um framtíðina, ákvörðun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu skiptir þar verulegu máli en jafnframt þarf að móta nýja atvinnustefnu, hefja markvissa gagnsókn gegn atvinnuleysinu, forgangsraða í þágu velferðarþjónustu og almannahagsmuna  í ríkisfjármálum og leggja fram raunhæfar tillögur um sparnað í ríkiskerfinu sem fékk að blása út í góðærinu," að því er fram kemur í leiðara Skúla Helgasonar á vef Samfylkingarinnar.

Leiðari Skúla Helgasonar í heild 

mbl.is

Innlent »

Fjármagnið minna en ekkert

18:36 Það fjármagn sem rennur til Landspítalans er minna en ekkert þegar öll kurl eru komin til grafar. Þetta segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í vikulegum pistli sínum á vef spítalans. Hann gerir ráð fyrir að heilbrigðismálin verði aftur ofarlega á baugi í kosningabaráttunni. Meira »

Bullum, gerum grín og stríðum hvert öðru

18:30 Vinskapurinn milli þeirra Siggu, Jogvans og Guðrúnar hefur vaxið með samstarfi þeirra í söng og þau hittast oft í hádeginu til að hlæja. Þau ætla að skemmta gestum sínum í kvöld í þrítugasta sinn, og hlæja mikið. Þau skemmta sér sjálf manna best á tónleikunum þar sem þau segja sögur og gera grín hvert að öðru. Meira »

Gáfu styttuna af Ingólfi Arnarsyni

18:20 Í tilefni af 150 ára afmæli Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík hefur verið gerð heimildarmynd um sögu þess. Árið 1924 gaf félagið íslensku þjóðinni styttu af Ingólfi Arnarsyni sem Knud Zimsen borgarstjóri og fyrrverandi formaður Iðnaðarmannafélagsins afhjúpaði við hátíðlega athöfn. Meira »

Með frumvarp fyrir framkvæmdum í Teigsskógi

18:05 Sjö þingmenn Norðvesturkjördæmis ætla á næsta þingfundi að leggja fram frumvarp þess efnis að Vegagerðinni verði veitt leyfi til framkvæmda á leið Þ-H á Vestfjarðavegi, sem liggur um Teigsskóg í vestanverðum Þorskafirði. Meira »

„Þeirra leið til að brjóta mann niður“

17:55 „Ég gæti setið hérna í allan dag og sagt ykkur sögur, því miður,“ segir Pape Mamadou Faye, framherji Víkings Ólafsvíkur. Sögurnar sem hann á við tengjast allar fordómum og/eða hatursorðræðu á einhvern hátt. Meira »

Börn fái nauðsynlega vernd

17:25 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði að loknum fundi formanna flokkanna með forseta Alþingis að umræður um breytt útlendingalög hafi ekki verið á þann veg sem hann hefði viljað sjá, þannig að breytingarnar tryggðu börnum fullnægjandi réttindi. Meira »

Fjarar undan tillögum um stjórnarskrá

16:09 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði að loknum fundi með hinum formönnum flokkanna og forseta Alþingis að málin þokist í rétta átt, til dæmis hvað varðar uppreist æru. „Mér sýnist að menn séu komnir með niðurstöðu um það. Síðan eru önnur mál sem eru aðeins flóknari að ná utan um.“ Meira »

Hnepptur í gæsluvarðhald

16:41 Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í dag á að erlendur karlmaður á fertugsaldri væri dæmdur í gæsluvarðhald. Það gildir í eina viku og er veitt á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Meira »

Hjólreiðar verði raunhæfur samgöngukostur

16:00 Hjólreiðar eiga að vera raunhæfur kostur enda draga þær úr umhverfisáhrifum, lækka samgöngukostnað og minnka orkuþörf. Þetta sagði Jón Gunnarsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í ávarpi sínu á ráðstefnunni Hjólum til framtíðar, sem haldin var í tilefni Samgönguviku. Meira »

Auðvelt að vera sammála um frumvarpið

15:55 Frumvarp dómsmálaráðherra um afnám á uppreist æru var kynnt á fundi formanna flokkanna með forseta Alþingis í dag.  Meira »

Rekinn eftir ummæli um fjórðungsheila kvenna

15:44 Sádi-arabískum klerk, sem sagði að ekki ætti að heimila konum að keyra þar sem þær hefðu aðeins „fjórðung“ af heila karlmanna, hefur nú verið bannað að predika. Meira »

Funda með ríkislögreglustjóra vegna nýnasistavefsíðu

15:30 Frétta- og umræðuvefsíðan Daily Stormer er komin í loftið á íslensku léni, en vefsíðan er vettvangur bandarískra nýnasista. mbl.is greindi frá því á mánudag að lénið hefði verið stofnað en á þeim tíma var vefurinn ekki aðgengilegur. ISNIC mun funda með ríkislögreglustjóra vegna málsins í næstu viku. Meira »

Kalla eftir verkefnum í tilefni aldarafmælis

15:25 Afmælisnefnd sem Alþingi skipaði til að annast undirbúning og framkvæmd afmælishátíðar fullveldisins kallar eftir verkefnum á dagskrá hátíðarinnar sem fagnað verður á næsta ári með fjölbreyttri dagskrá um land allt. Meira »

Verðlaunuð fyrir framúrskarandi ritgerð

15:03 Kristjana J. Þorsteinsdóttir fékk verðlaun fyrir framúrskarandi lokaritgerð í alþjóðasamskiptum. Sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi, í samstarfi við Stjórnmálafræðideild HÍ veittu henni verðlaunin. Ritgerðin heitir „Er hæli raunhæfur möguleiki? Túlkun íslenskra stjórnvalda á Dyflinnarreglugerðinni“. Meira »

Krefjast varðhalds yfir erlendum manni

14:32 Erlendur karlmaður á fertugsaldri er grunaður um að hafa veitt konu á Hagamel áverka sem leiddu til dauða hennar í gærkvöldi. Farið verður fram á gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manninum í dag. Meira »

Bílvelta í Kömbunum

15:20 Bíll valt neðst í Kömbunum um eittleytið í dag. Fór bíllinn út af veginum og valt við það og voru lögregla og sjúkrabíll send á vettvang. Meira »

Sækja slasaðan ferðamann við Bláhnúk

14:46 Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú á leið að Bláhnúk við Landmannalaugar til að sækja slasaðan ferðamann. Tilkynning um slysið barst á þriðja tímanum í dag, en ferðamaðurinn var þar á ferð með gönguhópi. Meira »

Frumvarp um afnám uppreistar æru lagt fram?

14:10 Frumvarp um afnám uppreistar æru verður að öllum líkindum lagt fram á fundi forseta Alþingis með formönnum flokkanna, sem er nýhafinn í Alþingishúsinu. Meira »
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Sendibílaþjónustan Skutla S:867-1234
Tökum að okkur almenna flutninga, skutl, vörudreifingu o.fl. Nánari uppl. á www....
Hoppukastalar.is -Candyfloss-Popp-leikir
Bjóðum upp à ýmisslegt fyrir barnaafmæli , fjölskyldusamkomur o.fl. Hoppukastala...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel L...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Fundarboð
Fundir - mannfagnaðir
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins ...
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L edda 6017091919 i fjhst
Félagsstarf
? EDDA 6017091919 I Fjhst Mynd af au...