Viðbótin skilar 10 milljörðum

Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ.
Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ. mbl.is/Eyþór

Aukning þorskkvótans um 30 þúsund tonn getur, ef allt gengur eftir, skapað 10 milljarða króna í aukin útflutningsverðmæti á þessu ári. Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ, tekur þó fram að ákveðin óvissa sé um verðmætin.

„Þessu er tekið fagnandi,“ segir Friðrik. Hann segir að aukning þorskkvótans geri einnig aðrar veiðar liprari. „Síðan er sérstakt fagnaðarefni að tekin er ákvörðun fyrir næsta fiskveiðiár líka og það skiptir miklu máli fyrir alla skipulagningu hjá útgerðunum,“ segir Friðrik J. Arngrímsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert