Fjöldi samankominn á Austurvelli

Fjöldi manns er nú samankominn á Austurvelli.
Fjöldi manns er nú samankominn á Austurvelli. mbl.is/Júlíus

Á fjórða þúsund manns eru nú samankomin á Austurvelli til að mótmæla efnahagsástandi í landinu og virðist fólk ekki láta veðrið hindra sig í að mæta. 

Yfirskrift fundarins er sem fyrr: „Breiðfylking gegn ástandinu“. Kröfurnar eru þær sömu, eða „Burt með ríkisstjórnina, burt með stjórnir Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins og kosningar svo fljótt sem unnt er,“ segir í tilkynningu.

Ræðumenn dagsins eru þau Svanfríður Anna Lárusdóttir, sem er atvinnulaus, og Gylfi Magnússon dósent.

Á Austurvelli átti þá einnig fara fram fundur Nýrra radda, en sendibíll sem stillt hafði verið upp á Austurvellli með opnum hljóðnema var fjarlægður af lögreglunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert