Birkir Jón Jónsson nýr varaformaður

Birkir Jón Jónsson hefur verið kjörinn nýr varaformaður Framsóknarflokksins. Alls hlaut Birkir Jón 368 atkvæði eða 59,26% atkvæða en Siv Friðleifsdóttir hlaut 238 atkvæði eða 38,33%. Alls greiddu 621 manns atkvæði og voru ógild atkvæði 12 og auð 3.

Birkir Jón þakkaði í ræðu sinni fyrir drengilega kosningabaráttu og sagði þau Siv myndu starfa vel saman í framtíðinni, líkt og verið hefði. Þá óskaði Siv Friðleifsdóttir Birki til hamingju og sagðist hafa mikla trú á honum sem nýjum varaformanni, sem og nýrri forystu í heild sinni. Þakkaði hún enn fremur Guðna Ágústssyni og Valgerði Sverrisdóttur fyrir vel unnin störf í þágu flokksins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert