Fyrsti dagur ársins í Bláfjöllum

Skíðað verður í Bláfjöllum í dag.
Skíðað verður í Bláfjöllum í dag. Árni Sæberg

Skíðasvæðið í Bláfjöllum verður opið í dag í fyrsta skipti á þessu ári. Verða allar lyftur í Kóngsgili opnar að þessu sinni og er Suðursvæðið líka opið að að stærstu leyti.

Að sögn forsvarsmanna skíðasvæðisins er færið mjög gott þó að snjólög séu þunn á stöku stað.  Veðrið er þá með ágætum, vindur um 7 metrar á sek, hiti -3° og skyggnið mjög gott,

Opið verður í Bláfjöllum frá kl. 10-17 í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert