Mótmælt fyrir framan dómsmálaráðuneytið

Þessi mótmælandi beindi reiði sinni gagnvart Landhelgisgæslunni, sem hann kallar …
Þessi mótmælandi beindi reiði sinni gagnvart Landhelgisgæslunni, sem hann kallar Hagsmunagæsluna. mbl.is/Kristinn

Tæplega tuttugu manns söfnuðust saman fyrir framan skrifstofur dóms- og kirkjumálaráðuneytisins um fimmleytið í dag. Að sögn lögreglan fóru mótmælin friðsamlega fram, en þau stóðu yfir í tæpa klukkustund.

Umdeild ráðning þyrluflugmanns hjá Landhelgisgæslunni var á meðal þess sem verið var að mótmæla fyrir framan ráðuneytið í dag.

Lögreglan fygldist með mótmælendum en ekki kom til neinna átaka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert