Jólatréð brennt á bálinu

Eldur hefur logað í allt kvöld framan við Alþingishúsið.
Eldur hefur logað í allt kvöld framan við Alþingishúsið. mbl.is/Golli

Mótmælendum á Austurvelli tókst undir miðnættið að klippa á víra, sem héldu Óslóarjólatrénu svonefnda uppi en fyrr í kvöld voru gerðar nokkrar árangurslausar tilraunir til að kveikja í trénu. Fólkið dró síðan tréð á bálið sem logað hefur framan við Alþingishúsið í kvöld og þar brann jólatréð glatt.

Ekkert lát er á aðgerðum mótmælenda, sem staðið hafa á Austurvelli frá því um hádegisbil. Var rætt um um það í röðum þeirra að hugsanlega verði vaktin staðin í alla nótt og fram á morgundaginn en þingfundur á Alþingi er boðaður klukkan 13:30 á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert