Meirihluti geti krafist kosninga

Meirihluti kjósenda getur krafist þess að efnt verði til kosninga samkvæmt frumvarpi sem lagt verður brátt fram á Alþingi að því fram kom í fréttum RÚV.  Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar. Hann telur eðlilegt að stjórnarflokkarnir komi sér saman um að efna til kosninga í ár.

Tíu þingmenn Samfylkingarinnar leggja frumvarpið fram en það gengur út á að hægt verði að safna undirskriftum meirihluta kjósenda til að krefjast þess að efnt verði til kosninga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert