Vilja efla sveitarstjórnarstigið

Frá fundi í borgarstjórn Reykjavíkur.
Frá fundi í borgarstjórn Reykjavíkur. mbl.is/Brynjar Gauti

Róttæk efling sveitarstjórnarstigsins var inntak tillögu sem borgarfulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram á borgarstjórnarfundi í gær. Tillagan hljóðaði upp á að borgarstjórn beitti sér fyrir áfangaskiptri áætlun um flutning mun fleiri verkefna frá ríki til sveitarfélaga en nú eru áform um. Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri mælti fyrir frávísunartillögu meirihluta borgarstjórnar og var hún samþykkt að viðhöfðu nafnakalli.

Dagur B. Eggertsson mælti fyrir tillögunni en í henni sagði m.a.:

„Borgarstjórn samþykkir að stefna að því að öll nærþjónusta hins opinbera skuli vera samþætt og á einni hendi. Í því skyni beri að flýta flutningi verkefna frá ríki til sveitarfélaga og skilgreina heildstæð þjónustusvæði um land allt þar sem sameinuð sveitarfélög eða samstarf sveitarfélaga á viðkomandi svæði annist framkvæmd og rekstur þjónustunnar.“

Hanna Birna borgarstjóri sagði áður en gengið var til atkvæðagreiðslu að enginn ágreiningur væri um þá efnislegu áherslu sem í tillögunni fælist.

„Það eru allir sammála um það á vettvangi borgarstjórnar Reykjavíkur að færa nærþjónustu frá ríki til sveitarfélaga. Hins vegar teljum við að sú málsmeðferð sem hér er lögð til sé ekki í samræmi við þær ákvarðanir sem hafa verið teknar hér eða teknar sameiginlega á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga. Við leggjum til að tillögunni sé vísað frá þar sem hluti þeirra ákvarðana sem þar eru nefndar hefur þegar verið tekinn eða er í mjög ákveðnum farvegi,“ sagði Hanna Birna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert