Appelsínugul mótmæli

Dansað á Austurvelli
Dansað á Austurvelli mbl/Kristinn

Friðsamleg mótmæli eru nú á Austurvelli og hefur óeirðarlögreglan dregið sig í hlé samkvæmt heimildum mbl.is. og stendur ekki lengur vörð við Alþingishúsið. Eitthvað hefur fækkað í hópnum en enn er þar á  annað hundrað manns og ber trommur, dansar, hefur hátt og kallar slagorð gegn ríkisstjórninni.

Einhver hluti mótmælenda hefur hnýtt appelsínugula borða um handleggi sér eða ber appelsínugula fána, en appelsínugult er litur þess hóps sem beitir sér fyrir friðsamlegum mótmælum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert