Nafnbirtingin grafalvarlegt mál

mbl.is/Júlíus

„Þetta er grafalvarlegt og ég á ekki til orð yfir þessu. Ég ráðlegg engum að láta sér detta slíkt til hugar,“ segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn um bloggfærslur á netinu þar sem hvatt er til ónæðis á heimilum lögreglumanna sem sinnt hafa aðgerðastjórnun vegna mótmæla að undanförnu.

Á netinu hafa verið birtar myndir af lögreglumönnum, nöfn þeirra og heimilisföng, ásamt korti sem sýnir leið að heimili viðkomandi. Jafnframt er hvatt til þess að farið sé heim til viðkomandi að næturlagi og honum gert ónæði.

„Þetta er til ítarlegrar skoðunar hjá okkur. Við látum slíkt ekki gerast,“ segir Geir Jón Þórisson. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert