Runólfur Ágústsson: Ríkisstjórnin er dauð

Runólfur Ágústsson.
Runólfur Ágústsson.

Runólfur Ágústsson, framkvæmdastjóri Keilis, skrifaði á bloggsíðu sína í nótt að ríkisstjórnin  sé dauð eftir fundinn, sem haldinn var í Samfylkingarfélagi Reykjavíkur í gærkvöldi. Þar var samþykkt að skora á þingflokk Samfylkingar að beita sér fyrir stjórnarslitum og mynda nýja ríkisstórn sem starfi fram að kosningum sem fari fram ekki síðar en í maí.

Runólfur segir, að hreyfing jafnaðarmanna þurfi að taka af skarið og veita nýrri ríkisstjórn örugga forystu. Hins vegar sé formaður flokksins  alvarlega sjúkur og muni ekki geta sinnt starfi á vettvangi ríkisstjórnar eða stjórnmála næstu vikur hið minnsta. Við þessar aðstæður í fjarveru Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur sé bara ein kona sem geti tekið að sér þetta hlutverk. Það sé Jóhanna Sigurðardóttir.

Blogg Runólfs

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert