Svartur sjór af síld

mbl.is/Sigurgeir

Allt er nú morandi í síld við Vestmannaeyjar og hefur svo verið samfellt í meira en mánuð. Síldin hefur bæði verið djúpt og svo alveg grunnt uppi í harðalandi, allt í kringum Heimaey og víðar.

Fuglar, höfrungar og háhyrningar hafa undanfarinn mánuð verið í veisluföngum. Síldin bókstaflega veður í höfninni og stöku sinnum má hana stökkva upp úr yfirborðinu. Að sögn kunnugra er frekar sjaldgæft að síld gangi inn í höfnina.

Fréttaritari mbl.is í Eyjum segir ástandið nú svipað og árin 1959 og 1960 en þá stunduðu Eyjamenn síldveiðar allt í kringum eyjarnar og inni í höfninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert