Landsmenn taki þátt í friðsömum mótmælum

mbl.is/Kristinn

Framfaraflokkurinn hvetur landsmenn til að taka þátt í friðsamlegum mótmælum sem fram fara um allt land þessa dagana. Jafnframt fordæmir flokkurinn skrílslæti og tilburði til ofbeldis sem nokkrir mótmælendur hafa haft í frammi, sérstaklega gagnvart lögreglunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum.

„Ekki er nokkur von til árangurs með ofbeldi og hætt við að almenningur snúist gegn mótmælastöðunni ef það heldur áfram.

Jafnframt fagnar Framfaraflokkurinn þeirri ákvörðun Sjálfstæðismanna að efnt verði til kosninga 9. maí, n.k. og óskar forsætisráðherra um leið góðs bata. Brýnt er að þótt ákveðið að hafi verið að ganga til kosninga, að stjórnvöld slái ekki slöku við að leysa brýn vandamál fjölskyldna og fyrirtækja og gerir þá kröfu að marktækar lausnir verði kynntar fyrir fólki nú þegar.

Flokkurinn lýsir áhyggjum sínum yfir þeirri staðreynd að hvorugur forystumanna stjórnarflokkanna gangi heill til skógar. Allir sem vinna að brýnum úrlausnarmálum verða að hafa fulla starfsorku og geta einbeitt sér að lausn vandamálanna.

Sturla Jónsson, formaður Framfaraflokksins.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert