Vilhjálmi dæmdar bætur

Vilhjálmur Bjarnason.
Vilhjálmur Bjarnason.

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt fyrrverandi stjórn Glitnis banka til að greiða Vilhjálmi Bjarnasyni 1,9 milljónir króna í bætur vegna þess að Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri bankans, seldi bankanum hlutabréf á yfirverði, sem öðrum hluthöfum bankans bauðst ekki.

Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu, að stjórn Glitnis hafi hvorki gætt hagsmuna bankans né hluthafa þegar hún gekk frá kaupum á hlutum Bjarna Ármannssonar á yfirverði. Stjórnin hafi einnig mismunað  hluthöfum bankans. Henni hafi borið að sýna ráðdeild við meðferð eigna ankans en það hafi hún ekki gert í þessu tilfelli. Hafi stjórnin bakað sér skaðabótaábyrgð með þessari samningsgerð og beri að greiða Vilhjálmi bætur.

Vilhjálmur byggði bótakröfu sína á því, að honum hafi ekki verið gefinn kostur á því að selja bankanum hlutabréf sín á genginu 29, eins og Bjarni fékk, og kaupa þau aftur á genginu 26,66 sem var markaðsgengi bréfanna þennan dag.

Héraðsdómur tekur undir þessa kröfu og segir að þar sem stjórn Glitnis hafi aflað Bjarna Ármannssyni ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað annarra hluthafa og félagsins, þá hafi hún  mismunað hluthöfum bankans og beri ábyrgð á því. 

Dómurinn í heild

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert