Hvítborðar boða Nýtt lýðveldi

Hvítir borðar voru í gærkvöldi bundnir á ljósastaura í Reykjavík.
Hvítir borðar voru í gærkvöldi bundnir á ljósastaura í Reykjavík. mynd/HelgiR

Hvítir borðar sem blakta á ljósastaurum, skiltum og göngubrúm í höfuðborginni eru á vegum hóps sem tengist undirskriftarsöfnuninni Nýtt lýðveldi, sem hrundið var af stað á netinu í gær.

Krafa Nýs lýðveldis er að forseti Íslands og Alþingi hlutist til um skipun tímabundinnar utanþingsstjórnar sem fari með framkvæmdavald forseta. Þá e skorað á Alþingi að samþykkja stjórnskipunarlög um boðun til stjórnlagaþings eða þjóðfundar, þar sem kjörgengi ættu allir menn á Íslandi sem uppfylla kjörgengisskilyrði að undanskildum forseta, alþingismönnum og ráðherrum. Verkefni stjórnlagaþingsins væri að semja nýja stjórnarskrá „þar sem lagður verði grunnur að nýju lýðveldi með virku og endurnýjuðu lýðræði,“ að því er segir í áskoruninni.

 Áskorun Nýs lýðveldis 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert