Hvítir borðar í borginni

Hvítir borðar voru í gærkvöldi bundnir á ljósastaura í Reykjavík.
Hvítir borðar voru í gærkvöldi bundnir á ljósastaura í Reykjavík. mynd/HelgiR

Hvítir borðar hafa verið hengdir upp víða á höfuðborgarsvæðinu. Borðana má sjá á nánast öllum ljósastaurum ef ekið er niður Ártúnsbrekku og niður Miklubraut. Þá hanga borðarnir einnig á göngubrúm yfir Miklubraut.

Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sást til manns sem hengdi upp slíka borða í miðbænum. Laust eftir miðnætti var ekki ljóst hverjir áttu hlut að máli né hver boðskapurinn er.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert