Þúsundir á Austurvelli

Á Austurvelli við upphaf fundarins.
Á Austurvelli við upphaf fundarins. mbl.is/Golli

Mörg þúsund manns eru nú á Austurvelli, á 16. mótælafundi Radda fólksins. Ræðumenn eru Magnús Björn Ólafsson, Hildur Helga Sigurðardóttir, Jakobína Ingunn Ólafsdóttir og Guðmundur Andri Thorsson. Í upphafi fundar baðst Hörður Torfason afsökunar á ummælum sínum um Geir H. Haarde í gær.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu áætlar að um 5000 manns séu á fundinum.

Yfirskriftin er sem fyrr Breiðfylking gegn ástandinu og kröfurnar þær sömu og áður. Ræðumenn verða Magnús Björn Ólafsson, blaðamaður, Hildur Helga Sigurðardóttir, blaðamaður, Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, stjórnsýslufræðingur og Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert