Munu leita eftir endurskoðun á IMF-samningi

Katrín Jakobsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon ræða nú við fulltrúa …
Katrín Jakobsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon ræða nú við fulltrúa Samfylkingar um myndun ríkisstjórnar. mbl.is/Golli

Katrín Jakobsdóttir, varaformaður VG, segir við breska blaðið Financial Times í dag, að flokkurinn hafi efasemdir um ýmis atriði samkomulags Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. „Mér skilst að hægt sé að endurskoða pakkann á þriggja mánaða fresti og því munum við reyna að fá framgengt," segir hún. 

Blaðið vísar til nýlegra skoðanakannana, sem bendi til þess að VG og Samfylking gætu saman fengið yfir helming atkvæða yrði gengið til þingkosninga nú og VG yrði stærsti flokkurinn.

Hefur FT eftir Katrínu, að verði þessar tölur að veruleika gæti flokkurinn myndað nýja samsteypustjórn á Íslandi, líklega með Samfylkingunni.

Frétt FT

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert