„Jóhanna vinnusöm en þröngsýn"

Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra. mbl.is/ Árni Sæberg

Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra mun að öllum líkindum setjast í stól forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn og verða þar með fyrsta konan til þess í sögu íslenskra stjórnmála. Aðeins þrjár konur aðrar á Norðurlöndunum hafa orðið forsætisráðherrar. 

„Jóhanna  er ærleg manneskja,“ var það fyrsta sem Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins, sagði um Jóhönnu Sigurðardóttur. „Hún er einlæg í stjórnmálaskoðunum sínum og ríkasti þátturinn í þeim skoðunum er trúverðug samúð með lítilmagnanum og vilji til að bæta kjör þeirra sem eiga undir högg að sækja almennt í þjóðfélaginu. Þetta er allt saman ekta og ósvikið,“ sagði Jón Baldvin.

„Hún er vinnusöm og einbeitir sér að sínum málum, sem hún hefur nánast einskorðað sig við. Reynsluheimur hennar er þess vegna þröngur og hún hefur tilhneigingu til að einskorða sig við sína málaflokka án þess að taka tillit til heildarmyndarinnar. Það er kannski helsti gallinn. Jóhanna er einfari. Í því felst einbeitingarhæfni, en er jafnframt þröngsýn og, merkilegt nokk með manneskju sem vinnur jafn mikið fyrir fólk, þá lítur þetta út eins og hún hafi takmarkaðan áhuga á samskiptum við fólk. Það er athyglisvert að í samræmi við þetta hefur hún samkvæmt flestum skoðanakönnunum verið sú sem helst naut trausts í fráfarandi ríkisstjórn.

Hún hafði verk að vinna og vann að þeim kerfisbundið, hvað svo sem leið öðru. Auðvitað var undan henni kvartað í stjórnarsamstarfinu vegna þess að hún hafði lítt tekið til greina kröfur um niðurskurð í ríkisútgjöldum. Þannig að Jóhanna verður væntanlega þá forsætisráðherra í ríkisstjórn sem þarf núna fyrst og fremst að stokka upp í ríkisfjármálum vegna þess að þjóðin er sokkin í skuldir og þarf að greiða upp undir helminginn af tekjum ríkissjóðs í vexti af skuldum til erlendra lánardrottna.

Það mun heldur betur reyna á forgangsröðun í velferðarríkinu. Þetta er eitt risavaxnasta verkefni sem stjórnmálamaður hefur tekist á herðar. Ég segi fyrir mína parta að ég óska henni velfarnaðar og veit að ekki mun af veita að hún fái alla þá hjálp sem mögulegt er,“ sagði Jón Baldvin.

Hann sagði jafnframt að samskipti við erlendar lánastofnanir og nágrannaríki vegna skulda þjóðarinnar yrðu fyrst og fremst á höndum forsætisráðherra. Þar gæti reynsluleysi háð Jóhönnu.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Löng biðröð við Mathöllina á Hlemmi

12:48 Fjölmargir biðu með vatnið í munninum eftir að Mathöllin á Hlemmi yrði opnuð í dag. Bragðlaukar þeirra kættust svo gríðarlega er dyrunum var lokið upp og matarlyktina lagði á móti þeim. Meira »

Kanadískur sigur í maraþoni kvenna

12:41 Natasha Yaremczuk frá Kanada sigraði í maraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2017.  Meira »

Arnar sigraði í maraþoni karla

12:23 Sigurvegari í maraþoni karla í Reykjavíkurmaraþoni 2017 er Arnar Pétursson. Tími Arnars er besti tími sem Íslendingur hefur náð í maraþoninu. Meira »

Guðni kláraði með efsta fjórðungnum

11:35 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands kláraði hálfmaraþon á rétt rúmri einni klukkustund og 47 mínútum í morgun. Tókst honum því að klára maraþonið innan hraðasta fjórðungsins en hann varð 503. í mark af 2.619 skráðum til leiks. Meira »

Yfir 100 tónlistarviðburðir um alla borg

11:26 Í ár verður Menningarnótt ein allsherjar tónlistar- og menningarveisla en í miðborginni verður boðið uppá þrenna stórtónleika; Tónleika Rásar 2 á Arnarhóli, Garðpartí Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum og hip-hop tónleika á Ingólfstorgi. Meira »

Baldvin og Nina fyrst í 10 km hlaupinu

11:19 Sigurvegarar í 10 km hlaupinu í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka eru þau Baldvin Þór Magnússon og Nina Henriette J Lauwaert frá Belgíu. Meira »

Hlynur og Elín fyrst í hálfu maraþoni

11:00 Hlauparar í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka streyma í mark í Lækjargötunni. Búið er að krýna sigurvegar í hálfu maraþoni en fyrsti karl í mark var Hlynur Andrésson og Elín Edda Sigurðardóttir var fyrsta kona. Meira »

Hægri-stefnan lím ríkisstjórnarinnar

11:04 Skattamál, umhverfismál, aukinn ójöfnuður í samfélaginu og einkarekstur voru á meðal þeirra pólitísku mála sem Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, gerði að umfjöllunarefni ræðu sinnar sem hún hélt á flokksráðsfundi VG í morgun. Meira »

Söfnun plasts gengur vel

10:18 Tilraunaverkefni í Kópavogi um söfnun plasts frá heimilum í blátunnur hefur skilað árangri en plastsöfnunin hófst í byrjun nóvember í fyrra. Íbúum hefur verið gert kleift að flokka plastumbúðir á heimilum og setja með pappírflokkunum í blátunnuna. Meira »

Vinnuvélarnar verði knúnar íslenskri repjuolíu

09:57 Til greina kemur að vinnuvélar og tæki sem notuð verða við lagningu Lyklafellslínu (Sandskeiðslínu 1) yfir vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins verði knúin repjuolíu. Meira »

Hlauparar lagðir af stað

09:03 Keppendur í Reykjavíkurmaraþoninu eru lagðir af stað í blíðskaparveðri. Yfir 14 þúsund þátttakendur eru skráðir til leiks, þar af um 4000 útlendingar frá 87 löndum. Meira »

Fimm sækja um Dómkirkjuna

08:30 Fimm umsóknir bárust um embætti prests í Dómkirkjuprestakalli í Reykjavík.   Meira »

Hlýddi ekki merkjum lögreglu og var handtekinn

08:20 Ökumaður, sem ók sviptur ökuréttindum, lét ekki segjast þegar lögregla gaf honum ítrekað merki um að stöðva bifreiðina á Sandgerðisvegi heldur ók til Sandgerðis þar sem hann var handtekinn. Meira »

Hætt við næturfrosti

08:15 Í dag er spáð norðvestan strekkingi eða allhvössum vindi suðaustanlands í fyrstu sem getur reynst varasamur fyrir létta vagna. Hætt er við næturfrosti í innsveitum á Norðurlandi í nótt. Meira »

Grunaðir um brot á vopnalögum

07:22 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá menn seint í gærkvöldi grunaða um brot á vopnalögum og fíkniefnalagabrot. Þeir voru látnir lausir að lokinni yfirheyrslu. Meira »

Ók á bíl og hljóp út í móa

08:17 Nokkuð var um umferðaróhöpp og í sumum tilvikum afstungur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Ekið var á bifreið á gatnamótum Reykjanesbrautar og Aðalgötu, og stakk sá er það gerði af. Meira »

Þurfa að selja dúllur og dúska

07:37 „Markaðurinn er mjög erfiður, bæði fyrir útgefendur og bóksala. Það hjálpaði ekki þegar vaskurinn var hækkaður þó að þetta hafi aðeins verið örfá prósentustig,“ segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, eigandi Bókabúðar Máls og menningar. Meira »

Prýðisveður á hlaupadeginum mikla

07:16 Í dag er spáð 3-8 m/s og léttskýjuðu veðri á höfuðborgarsvæðinu. Hiti verður 11-16 stig. Það mun því viðra prýðilega á hlauparana sem taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í dag. Meira »
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Bækur til sölu
Bækur til sölu Íslenskt fornbréfasafn 2,3,4,5,9,10,11,12 og 14, ób., mk., Strand...
FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...
GLERFILMUR
Glerfilmur, gluggafilmur, sand& sólarfilma. Merkismenn, sími 544- 2030 www.merk...
 
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...