Vel heppnuð mótmæli, segja hernaðarandstæðingar

Mótmælendur fyrir utan Hilton Nordica í kvöld.
Mótmælendur fyrir utan Hilton Nordica í kvöld. mbl.is/Ómar

Samtök hernaðarandstæðinga segja mótmælin fyrir utan Hilton Nordica hótelið í kvöld vel heppnuð.

Samtökin sendu frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu:

„Fyrr í kvöld buðu íslensk stjórnvöld gestum Nató-ráðstefnunnar, sem stendur fyrir dyrum, til veislu á Hilton Nordica hótelinu við Suðurlandsbraut. Þangað hrökklaðist samkoman af ótta við íslenskan almenning, sem boðað hafði til mótmæla af því tilefni við hinn fyrirhugaða samkomustað, Þjóðmenningarhúsið.

Ljóst er boðskapur mótmælenda fór ekki framhjá veislugestum, sem hröðuðu sér sneyptir inn um dyr hótelsins. Engir íslenskir ráðamenn voru sjáanlegir á svæðinu.

Á að giska fjörutíu lögregluþjónar voru viðstaddir mótmælin og var nokkuð um að þeir hyldu andlit sín eða væru íklæddir lambhúshettum.

Hernaðarandstæðingar lýsa sérstökum vonbrigðum sínum yfir að Háskóli Íslands láti sér sæma að leggja nafn sitt við samkomur af þessu tagi.

Nató-forkólfar eru engir aufúsugestir hér á landi og sárgrætilegt að íslensk stjórnvöld kjósi að sóa fjármunum skattborgara með slíkum hætti á erfiðum tímum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert