Vel miðar í viðræðum

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Steingrímur J. Sigfússon
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Steingrímur J. Sigfússon mbl.is/Árni Sæberg

Myndun minnihlutaríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs (VG), með stuðningi Framsóknarflokksins, er langt á veg komin en viðræður hófust í gær af fullum krafti eftir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, fékk umboð forseta Íslands til að leiða viðræður við VG. Vinnuhópar beggja flokka voru að störfum fram á nótt og viðræðurnar halda svo áfram í dag.

Samkvæmt upplýsingum blaðsins eru enn nokkur atriði óútkljáð og óvíst að viðræðunum ljúki í dag. Er stefnt að því að þeim ljúki í síðasta lagi á morgun en flokksstjórn Samfylkingarinnar hefur verið boðuð til fundar annað kvöld. Ný ríkisstjórn gæti því tekið við lyklavöldunum á föstudag ef ekkert óvænt kemur upp á.

Meðal þeirra atriða sem ágreiningur er um er boðað frumvarp Vinstri grænna um frystingu eigna auðmanna, sem hvorki Samfylkingin né Framsóknarflokkurinn geta stutt, samkvæmt heimildum blaðsins. Telja báðir flokkar að ríkar ástæður verði að vera fyrir slíkum aðgerðum og þær megi ekki stangast á við stjórnarskrá og lög. Þá eru uppi ólíkar hugmyndir um kjördag en VG vill kjósa mun fyrr en Samfylkingin eða fyrir páska, jafnvel í lok mars eða byrjun apríl. Sjálfur kjördagurinn er því ófrágengið mál í viðræðunum sem og skipting í ráðherrastóla.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert