Greiðslukortavelta dróst saman um 63% í útlöndum

Ársaukning greiðslukortaveltu útlendinga hér á landi jókst um 51% á fjórða fjórðungi ársins en greiðslukortavelta innlendra aðila erlendis dróst saman um tæplega 63% á sama tíma.

Þetta kemur fram í nýjum Hagvísum Seðlabankans. Þar segir að bæði debet- og kreditkortavelta hafi dregist saman um fimmtung að raungildi á síðasta fjórðungi ársins frá sama tíma árið 2007 samanborið við 1,7% og 17% samdrátt á þriðja fjórðungi ársins. Dagvöruvelta dróst saman um rúmlega 7% á síðasta fjórðungi ársins eftir að hafa nánast staðið í stað  fjórðungana tvo á undan.

Rúmlega 150 bifreiðir voru nýskráðar á síðasta fjórðungi í fyrra en rúmlega 1.700 á sama tíma árið 2007. Sementsala án stóriðju var tæplega helmingi minni á síðasta fjórðungi ársins en árið á undan, en samdrátturinn nam 15% milli ára á fjórðungnum á undan.

Virðisaukaskattsskyld velta innanlandsgreina dróst saman um tæplega 6% í september og október frá sama tíma í fyrra. Samdráttur var sýnu  mestur í byggingariðnaði, þar sem velta dróst saman um 17½%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert