Margra ára starf verður að engu gert

„Mér finnst skorta alla framtíðarsýn um þróun heilsuverndar barna í þessum aðgerðum,“ segir Geir Gunnlaugsson, forstöðumaður heilsuverndar barna, um fyrirhugaðar hagræðingaraðgerðir Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu (HH). Ætlunin er að leggja niður þá stöðu forstöðumanns, sem Geir gegnir nú, og honum hefur ekki verið boðið nýtt starf. Hann segir mikið starf miðstöðvarinnar á undanförnum árum með þessu að engu gert. „Mér finnst þetta vera áfall fyrir heilsuvernd barna og sýna algjöran skort á metnaði,“ segir hann.

Öll miðlæg starfsemi HH verður stokkuð upp og ætlunin er að leggja niður miðstöð mæðraverndar, heilsuverndar barna og tannverndar og dregið verður úr fastri mönnun. Að hluta verður starfsemi þessara miðstöðva færð út á einstakar heilsugæslutöðvar.

Geir segir að hann og starfsmenn miðstöðvar heilsuverndar barna hafi ekki ætlast til þess að vera undanskildir niðurskurðarhnífnum og fullur skilningur ríki innan miðstöðvarinnar á að skera þurfi niður í þjónustunni. Tillögur sem starfsmenn miðstöðvarinnar lögðu fram segir hann að aldrei hafi verið ræddar.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert