Frjálslyndir ekki með

Guðjón Arnar Kristjánsson.
Guðjón Arnar Kristjánsson. mbl.is

„Við lítum svo á að ekki sé verið að biðla til hlutleysis okkar, það hefur ekkert verið við okkur talað. Mér sýnist Samfylking og VG ætla að láta duga að styðjast við hlutleysi Framsóknarflokksins,“ segir Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins.

Guðjón segir að fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs hafi haldið fulltrúum Frjálslynda flokksins upplýstum um gang mála. Það hafi hins vegar verið almennt orðað, fullmótaður málefnasamningur nýrrar ríkisstjórnar hafi ekki verið lagður fyrir frjálslynda.

„Við viljum sjá verkefnalista, hvaða verkefni á að ráðast í og hvernig á að útfæra þau nánar. Við getum ekki tekið afstöðu til einhvers sem er almennt orðað,“ segir Guðjón Arnar. og bætir við að líkt og áður muni Frjálslyndi flokkurinn styðja öll góða málefni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert