Sameining ríkisbanka verið rædd

Allt kapp er nú lagt á að koma bankastarfsemi í landinu í viðunandi horf svo mögulegt sé að koma til móts við fyrirtæki og heimili.

Ríkisbankarnir þrír, Nýi Glitnir, Nýi Kaupþing banki og NBI, sem urðu til í kringum innlenda starfsemi gömlu bankanna þriggja sem fóru í þrot í byrjun október, hafa ekki getað þjónustað fyrirtækin með nægilegu afli, að mati forsvarsmanna fyrirtækja sem Morgunblaðið ræddi við. Rík áhersla er lögð á að styrkja bankastarfsemina í landinu. Þetta þarf að gerast hratt, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, svo mögulegt verði að „lina högg“ margra fyrirtækja sem glíma við rekstrarvandamál.

Fyrst og fremst þurfa mörg fyrirtæki á lánafyrirgreiðslu að halda. Önnur þurfa að breyta lánum og laga þau að breyttum veruleika í rekstri sem bankahrunið framkallaði. Mikill fjármagnskostnaður, vegna hárra vaxta og gengisfalls krónunnar, hefur framkallað bráðavanda hjá mörgum fyrirtækjum.

 Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur undanfarnar vikur verið rætt um hvort sameina eigi tvo af ríkisbönkunum. Fyrst og fremst er horft til þess að of mikill kostnaður sé við rekstur bankanna þriggja, miðað við starfsemi þeirra, og staða ríkissjóðs bjóði ekki upp á möguleika á „neinu bruðli“ eins og einn viðmælenda komst að orði. Helst eru það Nýi Kaupþing banki og Nýi Glitnir sem þykja líklegir til þess að verða sameinaðir. Af því verður þó ekki fyrr en eftir nokkra mánuði, líklega ekki minna en hálft ár, þar sem tryggja þarf að bankarnir séu stöðugir í rekstri og með skýra efnahagsreikninga áður en til sameiningar getur komið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert