Verkáætlun verður að vera trúverðug

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Ómar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, telur allar forsendur fyrir því að sú stjórnarmyndun sem unnið hefur verið að undanfarna daga geti gengið. Hann sagði Framsóknarmenn leggja áherslu á að leiðirnar séu trúverðugar fyrirfram.„Það verði ekki af þessu neitt fjárhagslegt tjón eða fjárhagsleg áhætta sem muni þá lenda á næstu ríkisstjórn.“

Sigmundur Davíð telur raunhæfast að stefna að því að kynna nýja ríkisstjórn á mánudaginn kemur. Hann segir að væntanlegir stjórnarflokkar, Vinstri grænir og Samfylkingin, séu aftur á móti mjög áfram um að það verði gert strax á morgun. „Við munum reyna að klára þetta fyrir þann tíma,“ sagði Sigmundur Davíð.

Verkáætlun nýrrar ríkisstjórnar var kynnt þingflokki Framsóknarflokksins á fundi kl. 13.30 í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í samtali við mbl.is að þingflokkurinn hafi farið yfir verkáætlunina með hópi hagfræðinga. Þeir höfðu átt aðkomu að starfshópum sem undirbjuggu áætlunina að einhverju leyti og þekktu því málið. Í hópi hagfræðinganna munu m.a. vera þeir Jón Daníelsson og Ragnar Árnason ásamt fleirum sem bættust í hópinn í dag. 

„Það var niðurstaða þeirra og síðan þingflokksins líka að það vantaði ýmislegt upp á útfærsluna á því hvernig menn ætluðu að framkvæma þessa hluti sem til stendur að ná,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann sagði um að ræða þau markmið sem Framsóknarflokkurinn taldi að þessi ríkisstjórn þyrfti að ná ef veita ætti henni hlutleysi. Markmiðin sneru m.a. að því að tryggja hag fjölskyldna og fyrirtækja í landinu.

„Við vildum að sjálfsögðu sjá að menn hefðu raunhæfar leiðir til þess að ná þessum markmiðum og höfum lagt á það mikla áherslu síðustu daga. Ég hef varla farið í viðtal án þess að nefna að þetta snerist um leiðirnar,“ sagði Sigmundur. Hann sagði að þeim hafi þótt vanta upp á nánari útfærslur á því hvernig ná ætti þessum árangri. Væntanlega hafi sitjandi ríkisstjórn einnig viljað laga þessa hluti en bent hafi verið á að hún hafi ekki verið tilbúin að gera það sem þyrfti til þess. Þar af leiðandi vildu Framsóknarmenn styðja ríkisstjórn sem væri tilbúin að gera það. 

„Það varð út að við þáðum boð þeirra, Vinstri grænna og Samfylkingar, um að okkar hópur mótaði tillögur í þessu efni og kæmi þeim á framfæri við þau,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann reiknaði með að tillögurnar yrðu tilbúnar á morgun. Spurður hvenær á morgun það yrði sagði Sigmundur Davíð:

„Steingrímur [J. Sigfússon] og Jóhanna [Sigurðardóttir] vonast til að þetta klárist sem allra fyrst. Ég sagði þeim að við myndum reyna að drífa þetta af. En það er ákaflega stuttur tími sem þingflokkurinn hefur haft til að meta þetta. Þau voru ekki komin í málið fyrr en klukkan hálf tvö í dag. Ég geri ráð fyrir að þegar tillögur hagfræðinganna liggja fyrir þá muni þingflokkurinn leggja blessun sína yfir þær. Síðan verði þær kynntar Jóhönnu og Steingrími.“

Ekki hefur verið ákveðið hvenær þingflokkur Framsóknarmanna hittist á morgun. Það mun ráðast af því hvenær drög hagfræðinganna að aðgerðum verða tilbúin. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Skóflustunga að hjúkrunarheimili

Í gær, 23:50 Fyrsta skóflustungan að nýju hjúkrunarheimili við Sléttuveg var tekin í dag. Er það hluti af nýju 21 þúsund fermetra öldrunarsetri í Fossvogi. Skóflustunguna tóku þeir Guðmundur Hallvarðsson, fyrrverandi formaður Sjómannadagsráðs, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, og Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra. Meira »

Færri komust í flugið en vildu

Í gær, 22:46 „Þetta er sérstaklega vont þegar það er ófært landleiðina líka,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect. Veður hefur hamlað flugsamgöngum til og frá Ísafirði í vikunni en veðurspár gera áfram ráð fyrir miklu hvassviðri víða um land. Meira »

Skipstjórinn fagnar rannsókninni

Í gær, 22:12 „Ég fagna þessari rannsókn af heilum hug,“ segir Víðir Jónsson, skipstjóri til 20 ára á Kleifabergi. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri útgerðarfélagsins Brims, sagði fyrr í kvöld að hann hygðist á morgun kæra myndband sem birt var í kvöldfréttum RÚV til lögreglu. Meira »

Fagna því að konur rjúfi þögnina

Í gær, 22:07 Ung vinstri græn, Uppreisn, Samband ungra framsóknarmanna, Ungir jafnaðarmenn, Ungir sjálfstæðismenn og Ungir píratar fagna því að konur séu að stíga fram og rjúfa þögnina um kynferðislega áreitni, ofbeldi og valdbeitingu innan stjórnmála. Meira »

Forsendur fyrir stofnun hálendisþjóðgarðs

Í gær, 21:22 „Stofnun miðhálendisþjóðgarðs er fullkomlega gerleg. Það eru allar forsendur fyrir hendi. Það yrðu stórkostlegar framfarir ef Alþingi myndi samþykkja að stofna slíkan þjóðgarð,“ segir Árni Finnsson um miðhálendisþjóðgarð. Meira »

Vitlaust veður næstu tvo sólarhringa

Í gær, 20:48 Vaxandi lægð fyrir austan land ásamt öflugri hæð yfir Grænlandi veldur því að næstu tvo sólarhringa verður nær samfellt hríðarveður með skafrenningi frá Vestfjörðum og austur á land. Meira »

Vinningsmiði keyptur í Noregi

Í gær, 20:20 Fyrsti vinn­ing­ur gekk ekki út í Vík­ingalottó­inu í kvöld en einn hlaut annan vinning. Sá heppni keypti miðann í Noregi en hann hlýtur 381 milljón í sinn hlut. Meira »

„Ég veit bara að ég er miður mín“

Í gær, 20:40 „Sum segja mig gera lítið úr kynferðisofbeldi með þessari fyrri færslu um sektarkennd vegna kynlífs sem ekki átti að eiga sér stað. Það var alls ekki ætlunin.“ Þetta skrifar þingmaðurinn fyrrverandi Gunnar Hrafn Jónsson á Facebook. Meira »

„Verður kært strax í fyrramálið“

Í gær, 20:09 „Það þarf að rannsaka þetta. Þetta er kolólöglegt,“ segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, í samtali við mbl.is. Hann vill komast til botns í því hvernig myndband, sem tekið var um borð í Kleifabergi, varð til og hver stóð að baki brottkastinu sem í því birtist. Meira »

Deilt um nokkur lykilatriði

Í gær, 19:57 Aðalmeðferð í máli ákærrvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni fyrir stórfellda líkamsárás í tengslum við andlát Arnars Jónssonar Aspar hófst í dag. Mörg atriði eru óumdeild í tengslum við málið, en þó nokkur atriði standa þó út af og var framburður vitna í mörgum lykilatriðum ekki samhljóða. Meira »

Mikill áhugi á jafnréttisþingi

Í gær, 19:26 Jafnréttisþing Garðaskóla var haldið í annað sinn í gær, en þar er nemendum boðið upp á málstofur og smiðjur tengdar jafnréttismálum. Meira »

Vísað af heimili og sætir nálgunarbanni

Í gær, 18:39 Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem fyrr í nóvember dæmdi að maður skyldi sæta brottvísun af heimili og nálgunarbanni í fjórar vikur. Maðurinn má ekki koma nær heimili brotaþola, konu sem hann átti í sambandi við, en 50 metra. Hann má ekki nálgast hana á almannafæri eða setja sig í samband við hana með öðrum hætti. Meira »

Finnst ljótu handritin áhugaverðust

Í gær, 18:27 Hún las Ódysseifskviðu Hómers barn að aldri og heillaðist. Hún veit ekkert skemmtilegra en að gramsa í útkrotuðum handritum sem flestir hafa engan áhuga á, af því þau eru talin vera ljót. Hún les á milli línanna í tilfinningar kennara og/eða nemenda sem birtast í glósum á spássíum miðaldahandrita. Meira »

Vegum víða lokað vegna veðurs

Í gær, 17:57 Þjóðvegur 1 er lokaður um Skeiðarársand, frá Lómagnúpi að Jökulsárlóni. Einnig eru Mývatns- og Möðrudalsöræfi lokuð og þá er óvissustig á Flateyrarvegi og í Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu. Meira »

Gefa út áætlun um neyðarrýmingu

Í gær, 17:15 Ef til neyðarrýmingar kemur vegna eldgoss í Öræfajökli skulu þeir sem búa í námunda við jökulinn fara stystu leið að bæjunum Svínafelli 1, Hofi 1 eða Hnappavöllum 2. Þar skulu þeir bíða frekari fyrirmæla í bílum sínum. Meira »

Jón: „Vildi ekki valda neinum skaða“

Í gær, 18:12 Jón Trausti Lúthersson segist ekki hafa veitt Arnari Jónssyni Aspar neina áverka. Fyrr í dag hafði Sveinn Gestur Tryggvason, sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás í tengslum við andlát Arnars, sagt að Arnar og Jón Trausti hefðu tekist á og að Jón Trausti hefði lamið Arnar með neyðarhamri. Meira »

Þeir fyrstu að koma til Egilsstaða

Í gær, 17:31 Fyrstu farþegarnir, sem voru í rútunni sem ók aftan á snjóplóg á Austurlandi fyrr í dag, eru væntanlegir til Egilsstaða á hverri stundu. Að sögn aðgerðarstjóra lögreglunnar á Egilsstöðum hefur ferðin sóst hægt enda er vont veður og blint á fjallvegum. Meira »

Birtingin ekki borin undir Geir

Í gær, 17:14 Birting á endurriti af símtali Davíðs Oddsonar, þáverandi seðlabankastjóra, og Geirs Haarde, þáverandi forsætisráðherra, var ekki borin undir Geir. Endurritið var birt í Morgunblaðinu á laugardag en Geir segir í svari við fyrirspurn Vísis að það hafi ekki verið borið undir hann. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

antik flott innskotsborð innlögp plata
er me falleg innskotsborð,innlögð rós í plötu í góðu standi.fæst á 45,000 kr sí...
Flugskýli til leigu Nú er úti norðanél
Flugskýli til leigu Nú er úti norðanél nú er Esjan hvít sem mél Ef að ég ættii ú...
Mazda 3 Vision 2015
Mazda 3 Vision 2015 dekurbíll til sölu Einn eigandi, keyrður 34.000 km, sjálfski...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L edda 6017112119 i h&v
Félagsstarf
? EDDA 6017112119 I H&V; Mynd af augl...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...