Verkáætlun verður að vera trúverðug

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Ómar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, telur allar forsendur fyrir því að sú stjórnarmyndun sem unnið hefur verið að undanfarna daga geti gengið. Hann sagði Framsóknarmenn leggja áherslu á að leiðirnar séu trúverðugar fyrirfram.„Það verði ekki af þessu neitt fjárhagslegt tjón eða fjárhagsleg áhætta sem muni þá lenda á næstu ríkisstjórn.“

Sigmundur Davíð telur raunhæfast að stefna að því að kynna nýja ríkisstjórn á mánudaginn kemur. Hann segir að væntanlegir stjórnarflokkar, Vinstri grænir og Samfylkingin, séu aftur á móti mjög áfram um að það verði gert strax á morgun. „Við munum reyna að klára þetta fyrir þann tíma,“ sagði Sigmundur Davíð.

Verkáætlun nýrrar ríkisstjórnar var kynnt þingflokki Framsóknarflokksins á fundi kl. 13.30 í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í samtali við mbl.is að þingflokkurinn hafi farið yfir verkáætlunina með hópi hagfræðinga. Þeir höfðu átt aðkomu að starfshópum sem undirbjuggu áætlunina að einhverju leyti og þekktu því málið. Í hópi hagfræðinganna munu m.a. vera þeir Jón Daníelsson og Ragnar Árnason ásamt fleirum sem bættust í hópinn í dag. 

„Það var niðurstaða þeirra og síðan þingflokksins líka að það vantaði ýmislegt upp á útfærsluna á því hvernig menn ætluðu að framkvæma þessa hluti sem til stendur að ná,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann sagði um að ræða þau markmið sem Framsóknarflokkurinn taldi að þessi ríkisstjórn þyrfti að ná ef veita ætti henni hlutleysi. Markmiðin sneru m.a. að því að tryggja hag fjölskyldna og fyrirtækja í landinu.

„Við vildum að sjálfsögðu sjá að menn hefðu raunhæfar leiðir til þess að ná þessum markmiðum og höfum lagt á það mikla áherslu síðustu daga. Ég hef varla farið í viðtal án þess að nefna að þetta snerist um leiðirnar,“ sagði Sigmundur. Hann sagði að þeim hafi þótt vanta upp á nánari útfærslur á því hvernig ná ætti þessum árangri. Væntanlega hafi sitjandi ríkisstjórn einnig viljað laga þessa hluti en bent hafi verið á að hún hafi ekki verið tilbúin að gera það sem þyrfti til þess. Þar af leiðandi vildu Framsóknarmenn styðja ríkisstjórn sem væri tilbúin að gera það. 

„Það varð út að við þáðum boð þeirra, Vinstri grænna og Samfylkingar, um að okkar hópur mótaði tillögur í þessu efni og kæmi þeim á framfæri við þau,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann reiknaði með að tillögurnar yrðu tilbúnar á morgun. Spurður hvenær á morgun það yrði sagði Sigmundur Davíð:

„Steingrímur [J. Sigfússon] og Jóhanna [Sigurðardóttir] vonast til að þetta klárist sem allra fyrst. Ég sagði þeim að við myndum reyna að drífa þetta af. En það er ákaflega stuttur tími sem þingflokkurinn hefur haft til að meta þetta. Þau voru ekki komin í málið fyrr en klukkan hálf tvö í dag. Ég geri ráð fyrir að þegar tillögur hagfræðinganna liggja fyrir þá muni þingflokkurinn leggja blessun sína yfir þær. Síðan verði þær kynntar Jóhönnu og Steingrími.“

Ekki hefur verið ákveðið hvenær þingflokkur Framsóknarmanna hittist á morgun. Það mun ráðast af því hvenær drög hagfræðinganna að aðgerðum verða tilbúin. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

MS safnar fyrir Kusu á Landspítalann

15:24 Söfnunarátakinu Mjólkin gefur styrk hefur verið ýtt úr vör fjórða árið í röð. Í ár verður meðal annars safnað fyrir tækinu Cusa sem fagfólk kallar gjarnan „Kusuna“ og nota við skurðaðgerðir á líffærum. Meira »

Starfar í neyðarteymi í Karíbahafinu

15:19 Sólrún María Ólafsdóttir, sendifulltrúi og starfsmaður Rauða krossins á Íslandi er á leið í Karíbahafið þar sem hún mun starfa í svokölluðu FACT-neyðarteymi (Field Assessment Coordination Team) á vegum Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Meira »

„Mikill stormur í vatnsglasi“

14:56 „Í mínum huga skiptir þetta verulegu máli. Það hefur miklu moldviðri verið þyrlað upp síðustu daga út af þessu máli. Mér finnst hinar greinargóðu skýringar umboðsmanns sýna að þarna hefur verið mikill stormur í vatnsglasi.“ Meira »

Nýr listabókstafur fyrir 10. október

14:34 Þeir stjórnmálaflokkar sem hafa ekki skráðan listabókstaf og ætla að bjóða fram lista fyrir næstu kosningar þurfa að gera það eigi síðar en á hádegi, þriðjudaginn 10. október næstkomandi, eða þremur sólarhringum áður en framboðsfrestur rennur. Meira »

Dæmd fyrir árásir á son sinn

14:18 36 ára gömul kona var í dag dæmd til sex mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir tvær líkamsárásir gegn barnungum syni sínum. Í febrúar í fyrra greip hún fast um upphandleggi of axlir barnsins og kleip í báðar kinnar þess með þeim afleiðingum að það hlaut mar í andliti. Meira »

Íslandsdvölin tók óvænta stefnu

14:11 Spánverjinn Carlos Sanchis Collado hefur frá því í byrjun september ferðast hringinn í kringum landið í hjólastól sem er bæði handknúinn og rafmagnsknúinn. Bróðir Carlos slóst með í för en þeir komust hins vegar í hann krappann í Skaftafelli í vikunni þar sem framhjól á stóli Carlos brotnaði. Meira »

Telur ekki tilefni til athugunar

13:18 Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, telur ekki tilefni til þess að embætti hans taki embættisfærslur ráðherra í tengslum við að dómsmálaráðherra tjáði forsætisráðherra að faðir hans hefði skrifað undir meðmæli fyrir einstakling sem sótti um uppreist æru, til athugunar að eigin frumkvæði. Meira »

Barði móður sína með hillubút

14:00 28 ára gamall karlmaður var í dag dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar fyrir alvarlega líkamsárás á móður sína. Árásin var framin á heimili hennar og hlaut hún umtalsverða áverka af. Hann var dæmdur til greiða móður sinni 800 þúsund krónur í miskabætur auk um 560 þúsund króna í sakarkostnað. Meira »

Mikill og útbreiddur misskilningur

12:14 Utanríkisráðherra boðaði sendiherra erlendra ríkja á Íslandi á sinn fund í utanríkisráðuneytinu í dag og upplýsti þá um stöðuna sem uppi er í stjórnmálum hér á landi. „Við höfum orðið vör við mikinn og útbreiddan misskilning hjá alþjóðlegum fjölmiðlum um tildrög stjórnarslitanna.“ Meira »

„Þá fallast manni hendur“

11:50 „Stjórnmálin hafa um margra ára skeið skort tiltrú meðal almennings. Við stjórnmálamenn verðum að líta í eigin barm og gera allt sem í okkar valdi stendur til að endurheimta það traust sem verður að ríkja til að lýðræðið þrífist. Hér er ég ekki að tala um stuðning við tiltekna stefnu, heldur almennt traust á að þrátt fyrir ólíkar skoðanir sé unnið heiðarlega.“ Meira »

Undir trénu Óskarsframlag Íslands

11:34 Kvikmyndin Undir trénu í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar verður framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2018. Meira »

Vængur rakst í skrokk vélarinnar

11:18 Tildrög flugslyss sem varð þegar tvær litlar flugvélar rákust saman í háloftunum vestan við Langjökul 5. september eru nú til rannsóknar hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. „Vængur á annarri flugvélinni fór í skrokkinn á hinni flugvélinni,“ segir Ragnar Guðmundsson, rannsakandi á flugsviði RNSA, í samtali við mbl.is. Meira »

Margrét ráðin til Geðhjálpar

11:10 Margrét Marteinsdóttir hefur verið ráðin sem kynninga– og viðburðarstjóri hjá landssamtökunum Geðhjálp.  Meira »

Flokkurinn hefur aldrei óttast kjósendur

10:47 „Viðbrögð samstarfsflokka okkar við meintum trúnaðarbresti, sem var að vísu enginn í huga annars flokksformannsins og tók nokkra daga að verða til í huga hins, voru fráleit og ábyrgðarlaus gagnvart fólkinu í landinu,“ segir Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í bréfi til flokksmanna sinna. Meira »

Fækkun á leikskólum

09:38 Alls voru 19.090 börn í leikskóla á Íslandi um síðustu áramót og hafði fækkað um 272 (-1,4%) frá fyrra ári. Sú fækkun stafar af fámennari árgöngum, því hlutfall barna sem sækir leikskóla hefur hækkað lítillega. Meira »

Skúrinn of hár fyrir brúna

10:48 Vinnuskúr féll af palli gámabíls á Viðarhöfða í morgun þegar bíllinn var á leið undir brú við Vesturlandsveg.  Meira »

Verður ekki afgreitt fyrir kosningar

10:09 „Vegna andstöðu samstarfsflokka okkar í ríkisstjórn og þingmanna VG fékkst málið ekki afgreitt í vor. Ég lagði því málið fram að nýju nú í september en úr þessu fæst það ekki afgreitt fyrir kosningar.“ Meira »

Lægstu launin duga ekki til framfærslu

09:33 „Lægstu laun á Íslandi eru skammarlega lág og duga ekki til framfærslu hjá fjölda fólks. Þetta er eitt stærsta vandamálið í íslensku samfélagi í dag.“ Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá VR. Meira »
Flott kommóða rótar-spónn - sími 869-2798
Er með flotta kommóðu, spónlagða og innlagða á 25.000. Hæð 85x48x110 cm, 5 skúff...
Skrifstofuhúsnæði - hagstætt leiguverð.
Til leigu er 197 ferm. skrifstofuhúsnæði við Bíldshöfða. Skiptist í móttöku, fim...
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Mitsubishi Outlander 2007 dekurbíll til sölu
1 eigandi frá upphafi, ekinn aðeins 75.000 km. 5 gíra, bensín, 4WD, ný dekk, nýj...
 
L edda 6017091919 i fjhst
Félagsstarf
? EDDA 6017091919 I Fjhst Mynd af au...
Rafræn kosning hofsprestakall
Tilkynningar
Auglýsing um prestskosningu í Hofspr...
Félagsfundur varðar
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
Fundarboð
Fundir - mannfagnaðir
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins ...