Vilja stofna hlutafélag um Árvakur

Stofnaður hefur verið hópur á fésbók um kaup á hlut …
Stofnaður hefur verið hópur á fésbók um kaup á hlut í Árvakri mbl.is

Um 100 manns höfðu seint í gærkvöldi skráð sig í hóp áhugamanna á Facebook um að stofnað verði almenningshlutafélag um Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins.

Þrír menn eru skráðir fyrir hópnum, þeir Andrés Jónsson, Þórir Andri Karlsson og Bogi Örn Emilsson. Í efnislýsingu kemur fram að nú séu nýir tímar, það sé ekkert lögmál að auðmenn eða ríkið eigi fjölmiðla. Gert er ráð fyrir því að framlög hluthafa verði á bilinu 100 þúsund til ein milljón króna. Stefnt er að því að 1% íslensku þjóðarinnar taki þátt í framtakinu um að eignast Morgunblaðið, sem verði þá „í eigu fólksins, óháð stjórnmálaöflum og viðskiptablokkum“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert