Þreifingar milli flokkanna byrjuðu fyrir löngu

mbl.is/Jón Pétur

„Það hefur komið á óvart hversu hægt stjórnarmyndunarviðræður Samfylkingar og Vinstri Grænna hafa gengið. Sérstaklega í ljósi þess að nú er orðið ljóst að þreifingar á milli flokkanna áttu sér stað löngu áður,“ segir Einar K. Guðfinnsson, fráfarandi landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra á vefsíðu sinni í dag.

Einar segir greinilegt að hlutverk Framsóknarflokksins hafi átt að vera það eitt að gefa nýrri stjórn grið í 100 daga.

„Flokkurinn átti ekki að hafa neina aðkomu og samþykkja ríkisstjórnarvíxil vinstri flokkanna meira og minna óútfylltan. Það er ekki að ófyrirsynju að Framsóknarflokkurinn uni ekki svona trakteringum. Þessi tilskipanastíll nýrrar ríkisstjórnar boðar ekki gott  og því ekki að undra  að sá flokkur sem hefur líf stjórnarinnar í hendi sér, láti ekki bjóða sér hvað sem er,“ segir Einar K. Guðfinnsson.

Vefsíða Einars K. Guðfinnssonar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert