Martröð varð að veruleika

Atli Thoroddsen ásamt eiginkonu sinni Ástu Hallgrímsdóttur.
Atli Thoroddsen ásamt eiginkonu sinni Ástu Hallgrímsdóttur. mbl.is/Kristinn

„Það er sama hvernig horft er á þetta, sjúkdómurinn hefur snúið allri veröld minni á hvolf. Allt í einu varð mesta martröð mín að veruleika. En það ótrúlega er að það er hægt að lifa með þessu,“ segir Atli Thoroddsen.  Hann glímir nú við krabbamein á lokastigi.

Árið 2000 fór Atli, þá 29 ára gamall flugmaður hjá Icelandair, að finna fyrir verk við nára sem leiddi niður í fót. Þetta var byrjunin á krabbameini sem greindist ekki fyrr en sex árum síðar þrátt fyrir að Atli gengi milli lækna til að fá sjúkdómsgreiningu og viðeigandi meðferð. Í dag gengur Atli við hækjur og er í erfiðri lyfjameðferð en með henni er reynt að halda sjúkdómnum niðri. Sjúkdómurinn gýs þó alltaf upp aftur og krabbameinið er nú á lokastigi.

Í viðtali lýsir Atli langri sjúkrasögu sinni sem einkennist af samskiptaleysi milli lækna sem brugðust ekki við þannig að rétt greining fannst ekki.

Hann kveðst ekki geta fullyrt hvort hann væri í annarri stöðu nú ef krabbameinið hefði uppgötvast snemma. „En þá hefði ég fengið viðeigandi meðferð og lyf og átt tvö ár, jafnvel þrjú, án þess að öskra á nóttum vegna sársauka. Og því fyrr sem krabbamein greinist því betri eru lífsmöguleikarnir. Fyrst og fremst álasa ég sjálfum mér fyrir að hafa ekki gripið inn í ferlið. Jú, auðvitað varð ég gramur einum og einum lækni en ég er líka þakklátur mjög mörgum læknum. Ég er hins vegar afar ósáttur við heilbrigðiskerfið. Ég lagði líf mitt í hendur þessa kerfis og treysti því en það brást mér.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert