Grunaðir hraðbankaþjófar handteknir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi átta manns sem eru grunaðir um að stela hraðbanka Sparisjóðsins á Suðurlandi úr anddyri verslunarmiðstöðvarinnar Sunnumarkar í Hveragerði aðfararnótt sunnudags. Þjófnaðurinn uppgötvaðist um kl. 11 í gær.

Sjö karlmenn gista nú fangageymslur í Reykjavík en einum var sleppt. Málið er hins vegar á forræði lögreglunnar á Selfossi, sem mun yfirheyra mennina síðar í dag.

Þá hefur lögreglan fundið hraðbankann í bíl, sem nokkrir hinna grunuðu voru í.  Einum af þeim átta sem handteknir voru í nótt var sleppt eftir yfirheyrslu. Ekki hefur verið upplýst hve miklir peningar voru í bankanum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert