Ákvörðun um hvalveiðar í endurskoðun

mbl.is/Ómar

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögu Steingríms J. Sigfússonar, sjávarútvegsráðherra, um að mögulegum hvalveiðiréttarhöfum verði send formleg viðvörun um að ákvörðun fyrri ríkisstjórnar um hvalveiðikvóta hafi verið tekin til endurskoðunar.

Steingrímur sagði á blaðamannafundi í dag, að með þessu væri tryggt að ekki mynduðust væntingar til hluta, sem kynnu að taka breytingum.

Sjávarútvegsráðherra sagði, að hann hefði einnig lagt til, að utanríkisráðuneyti, ráðuneyti ferðamála og umhverfisráðuneyti myndu veita sjávarútvegsráðuneytinu aðstoð og upplýsingagjöf við endurskoðun á ákvörðuninni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert